Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:17 Bill Gates er einn af ríkustu mönnum heims. vísir/epa Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður. Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður.
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Sjá meira
Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25