„Minnsti mögulegi meirihluti Alþingis getur ekki hrifsað til sín öll völd“ nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2017 20:03 „Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Lýðræðið þróast og við viljum ekki byggja lýðræðið okkar á því að minnsti mögulegi meirihluti hrifsi öll völdin. Það eru þrátt fyrir allt fimmtíu prósent á bak við minnihlutann líka og rúmlega það. Auðvitað á hann réttmætar væntingar til þess að fá að hafa eitthvað um mál að segja.“ Þetta sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Ríkisstjórnin hefur lagt til að Sjálfstæðisflokkurinn muni fara með formennsku í fimm nefndanna, Viðreisn í einni og minnihlutinn komi til með að fara með nefndarformennsku í tveimur fastanefndanna, líkt og var einnig gert á síðasta kjörtímabili. Skipað verður í fastanefndir Alþingis þegar það kemur saman að nýju þann 24. janúar næstkomandi.Sjá einnig: Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Logi benti jafnframt á að nú sé þannig ástatt að þingminnihlutinn hafi meirihluta atkvæða að baki sér. „Ríkisstjórnin gefur það út hvað hún ætlar sér í nefndum og í formennsku þrátt fyrir að það geti strítt gegn þingskapalögum. Ef lítill meirihluti ætlar alltaf að reiða sig á velvilja minnihluta án þess að hafa nokkurn tímann samráð, þá er það auðvitað eitthvað sem gengur ekkert upp.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að huga þyrfti að ýmsu við skipun fastanefnda. „Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnarflokka að hafa möguleika til þess að stýra starfinu í nefndum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið í þessum efnum.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. 12. janúar 2017 07:00