Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Banaslys varð á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Loftmyndir.is Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37