Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 20:48 Rannsóknin á tölvupóstamáli Hillary Clinton verður nú rannsökuð. vísir/getty Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins mun hefja rannsókn á þeim ákvörðunum sem teknar voru hjá alríkislögreglunni þar í landi sem og í dómsmálaráðuneytinu sjálfu þegar rannsókn fór fram á tölvupóstsamskiptum Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. BBC greinir frá.Tölvupóstsmálið snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonMálið kom sér afar illa fyrir Clinton í kosningabaráttunni og hefur hún meðal annars kennt því um að hún hafi tapað fyrir Donald Trump. Hann nýtti sér málið óspart til þess að mála Clinton upp sem glæpamann og hafði heitið stuðningsmönnum sínum því að hún yrði fangelsuð kæmist hann til valda. Alríkislögreglan lauk rannsókn á málinu í júlí 2016 og gaf það út að ekki ætti að ákæra Clinton. Þann 28. október 2016 tilkynnti James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar hins vegar bandaríska þinginu að málið yrði tekið upp að nýju þar sem FBI hafi fengið í té nýja tölvupósta sem þyrfti að rannsaka hvort í væru ríkisleyndarmál.Umræddir tölvupóstar komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni og konu hans, Huma Abedin sem var lykilstarfsmaður í kosningabaráttu Clinton og einn af hennar nánustu ráðgjöfum. Þann 6. nóvember, tveimur dögum fyrir forsetakosningarnar tilkynnti Comey svo að FBI hefði komist að sömu niðurstöðu og í júlí, að ekki ætti að ákæra Clinton. Sjá einnig: Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstannaRannsókn innra eftirlitsins mun skoða sérstaklega verkferla í kringum blaðamannafundinn frá því í júlí þegar tilkynnt var að Clinton yrði ekki ákærð en einnig verkferla í kringum tilkynningu alríkislögreglunnar frá því í lok október þar sem James Comey tilkynnti bandaríska þinginu að tölvupóstsmálið yrði tekið upp að nýju. Að sögn Michael Horowitz, sem fara mun fyrir rannsókn innra eftirlitsins fer rannsóknin fram vegna ,,fjölda beiðna" frá almenningi sem og þingmönnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30