Ferðamenn átti sig ekki á hættunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2017 21:00 Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira