Trump og Rússar neita fréttum af gleðikonum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Á Ritz-hótelinu í Moskvu er Trump sagður hafa beðið vændiskonur að pissa í rúmið fyrir framan sig. nordicphotos/Getty Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Myndband af forsetaefni Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagt í vörslu stjórnvalda í Rússlandi þar sem hann er sagður sýna af sér vafasama hegðun gagnvart vændiskonum í Rússlandi. CNN greindi fyrst frá og aðrir stórir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Eru Rússar sagðir nota myndbandið til að kúga verðandi Bandaríkjaforseta. Trump tjáði sig um fréttirnar á blaðamannafundi í gær og sagði CNN afleita stofnun. „Ég ætla ekki að svara spurningum ykkar. Þið flytjið lygafréttir,“ sagði Trump og bætti því við að ekkert væri til í umræddum sögusögnum. Stjórnvöld í Rússlandi tóku í sama streng. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sagði að stjórnvöld þar í landi ættu engin myndbönd af Trump. „Þetta er uppspuni frá rótum og algjört kjaftæði,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns. Að mati Peskovs eru fréttirnar aðeins sagðar til að reyna að skaða samband Rússa og Bandaríkjamanna. Fréttirnar eru byggðar á skýrslu sem skrifuð var af fyrrverandi leyniþjónustumanni úr bresku leyniþjónustunni MI6 sem starfar nú sjálfstætt. Vann hann skýrsluna fyrir pólitíska andstæðinga Trumps. New York Times segir að skýrslan sé fjármögnuð meðal annars af Demókrötum. Skýrslan er sögð hafa verið í dreifingu í Washington í um mánuð en engum hefur tekist að staðfesta það sem stendur í henni. Rannsóknarblaðamaðurinn Kenneth Vogel, sem vinnur fyrir Politico og er margverðlaunaður fyrir störf sín, sagði á Twitter í gær að Politico hefði skoðað málið í september síðastliðnum en ekki tekist að finna neitt sem staðfestir söguna. Skýrsluhöfundurinn er sagður áreiðanlegur samkvæmt frétt CNN og forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna kynntu samantekt um innihald hennar fyrir Barack Obama og Trump þegar þeir funduðu með þeim um tölvuárásir Rússa í síðustu viku. Í skýrslunni, sem vefsíðan Buzzfeed birti í heild, stendur að Rússar hafi fylgst með og safnað upplýsingum um Trump um langt skeið. Einnig hafi rússneskir njósnarar útvegað honum upplýsingar um mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá segir að Rússar eigi myndband og upptökur af Trump og hópi vændiskvenna á Ritz-hótelinu í Moskvu frá 2013. Trump á að hafa gist í sama herbergi og Obama-hjónin gistu eitt sinn í í heimsókn til Rússlands. Samkvæmt sögusögnunum á Trump að hafa látið vændiskonurnar pissa hverja á aðra í rúminu fyrir framan hann því hann hafði svo mikla óbeit á hjónunum. Trump hélt áfram að neita fréttunum á Twitter.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira