Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 14:00 Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira