Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður hjá danska liðinu Álaborg er mættur til Metz í Frakklandi þar sem hann æfði með íslenska landsliðinu í gær.
Stefán Rafn var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir HM í handbolta, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson gegna stöðu vinstri hornamanns í liðinu.
Bjarki Már meiddist hins vegar á æfingamótinu í Danmörku um síðustu helgi og missti af þeim sökum af síðasta leik íslenska liðsins.
Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt
Stefán Rafn var því kallaður í hóppinn en óvíst er hvort að hann verði í leikmannahópi Geirs Sveinssonar fyrir leikinn gegn Spánverjum á morgun.
Vignir Svavarsson missti einnig af leik Íslands og Danmerkur um helgina vegna veikinda og er hann enn heima fyrir vegna þessa.
Þá hefur Aron Pálmarsson ekkert spilað með Íslandi í aðdraganda mótsins vegna meiðsla og er óvíst um þátttöku hans. Arnór Atlason og Arnór Hallgrímsson verða þó klárir í slaginn en þeir hafa verið að glíma við meiðsli.
Stefán Rafn kominn til Metz
Tengdar fréttir
Aron: Ég er í kappi við tímann
Aron Pálmarsson var svona mátulega brattur eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í kvöld. Hann hefur verið stórt spurningamerki fyrir HM og er það enn.
Þetta er ógeðslega leiðinlegt
Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu.
Ásgeir Örn: Verð vonandi 100 prósent á morgun
Ásgeir Örn Hallgrímsson var að glíma við meiðsli í aðdraganda HM en er mættur til Frakklands og klár í bátana.
Geir: Vignir spilar ekki gegn Spánverjum
"90 prósent af 18 manna hópnum er í fínu standi,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir æfingu karlalandsliðsins í Metz í dag.
Arnór: Spila fyrir stoltið og fólkið heima
Reynsluboltinn Arnór Atlason er klár í leikinn gegn Spánverjum á morgun en hann var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins.