Kína og erfiður tími fyrir Bitcoin Lars Christensen skrifar 11. janúar 2017 07:00 Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar