Sláandi myndband frá slysstaðnum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2017 17:00 Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Einn fórst og má telja mildi að enn verr hafi ekki farið í Kirkjufjöru, Reynisfjöru og Víkurfjöru í gær þegar ferðamenn komust í lífsháska. Íbúi í Vík í Mýrdal hefur birt myndband úr Kirkjufjöru í gær, sama stað og erlendan ferðamann tók út með briminu í gær, þar sem sjá má lítið barn á leik í afar háu brimi. Myndbandið var tekið aðeins einni til tveimur klukkustundum eftir að þýsku konuna tók út. Ítarlega hefur verið fjallað um þýska móður sem lenti í briminu við Dyrhólaey í gær ásamt fjölskyldu sinni. Faðirinn og tvö börn, annað uppkomið en hitt á táningsaldri, náðu að komast í land en konan fannst þar sem hana rak á land um klukkustund síðar. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og var hún úrskurðuð látin í kjölfarið.Um er að ræða þriðja banaslysið á áratug í fjörunni en í öllum tilfellum hafa erlendir ferðamenn látist.Bjargað á seinustu stunduVísir fjallaði í gær um ungt barn frá Austurlöndum sem var hætt komið við stuðlabergið í Reynisfjöru. Leiðsögumaðurinn Hugi R. Ingibjartsson hafði nokkrum mínútum fyrr verið í beinni útsendingu á Facebook og myndað konu með börn sín tvö. Rétt eftir að hann lauk upptöku sá hann hvar fullorðinn maður náði á síðustu stundu að grípa í handlegg unga barnsins þar sem það var hætt komið í ölduganginum.Líklega var þar á ferðinni Ívar Guðnason, björgunarsveitarmaður hjá Víkverja, sem hafði varað föðurinn við öldunum áður en þær náðu til dætra hans. RÚV ræddi við Ívar í gær sem fór á bólakaf í sjónum við björgunaraðgerðirnar.Móðir Ívars, sem rekur Svörtu Perluna í Reynisfjöru, kom sömuleiðis fullorðinni konu til bjargar í fjörunni í gær en konan var hætt komin. Vera má að enn fleiri tilvik hafi komið upp í fjörunni í gærdag en þetta eru þau sem fréttastofa hefur upplýsingar um. Alla jafna er engin vakt með fólki í fjörunni. Hætti upptöku af ótta við slysÞórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal, var við Dyrhólaey í gær, rétt austan við Kirkjufjöru. Þar náði hann myndbandi af fjölskyldu í fjörunni þar sem eitt barn var sannarlega hætt komið. Svo hætt komið að Þórir hætti upptöku því hann ætlaði að stökkva til og reyna að koma barninu til bjargar.„Ég var að leggja af stað en þá stökk pabbinn til. Hann fattaði loksins að það væri ekki allt í góðu lagi,“ segir Þórir í samtali við Vísi.Kirkjufjöru hefur verið lokað eins og Vísir greindi frá í dag en þar er þó ekkert eftirlit með mannaferðum. Fjallað var ítarlega um stöðu mála í Kirkjufjöru og Reynisfjöru í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Barn á leikskólaaldri hársbreidd frá því að hafna í sjónum í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn munu standa vaktina fram á kvöld. 9. janúar 2017 15:47
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru Verið er að flytja konu á fimmtugsaldri, sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru, á Landspítalann. 9. janúar 2017 14:46