Heldur upp á árið í heild Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:15 Hestamennskan hefur fylgt Kristbjörgu frá sjö ára aldri bæði í leik og starfi. Hér er hún að afmarka skeiðvöll. „Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017 Hestar Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Sjá meira
„Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017
Hestar Lífið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Sjá meira