Ætlar yfir Vatnajökul á gönguskíðum og verja ári á rekís Svavar Hávarðsson skrifar 10. janúar 2017 06:00 Alex mun halda erindi á málstofu Orkustofnunar á fimmtudag sem er ein af nokkrum sem haldnar verða í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar. Ítalski ævintýramaðurinn Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands – en áður en til þess kemur ætlar hann í þessum mánuði að ganga einn síns liðs yfir Vatnajökul á skíðum. Alex verður gestur Orkustofnunar á fimmtudaginn þar sem hann heldur erindi á málstofu um áhrif loftlagsbreytinga á jökla, en hann er væntanlegur til landsins til undirbúnings fyrir ferð sína yfir jökulinn. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri og staðgengill orkumálastjóra, segir tilgang ferðarinnar vera að vekja mannkyn til umhugsunar um áhrif loftlagsbreytinga og bráðnun jökla. Björgunarhylkið, sem er mikil völundarsmíð, er hannað til að standa af sér náttúruhamfarir og þá sérstaklega flóðbylgjur. Alex stefnir á að halda á Vatnajökul 20. janúar en verður við æfingar í Landsveit fram til þess tíma, en „helsta aðferð hans við undirbúninginn er að draga tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleysinu,“ segir Jónas. Alex þessi hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir ævintýralegar tilraunir sínar, og ekki síst þegar hann gerði tilraun til að róa á sérstaklega útbúnum kajak frá Perú til Ástralíu – eða 18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið. Þá var hann 295 daga í hafi áður en hann örmagnaðist, örstuttu áður en hann náði takmarki sínu. Þá hefur hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin, einn síns liðs. Jónas segir komu ævintýramannsins til landsins viðeigandi, því ef miðað er við Parísarsamkomulagið þá er því spáð að Ísland verði jökullaust á næstu 150-200 árum. Nokkrir jöklar munu líklegast hverfa fyrr eins og Snæfellsjökull en búist er við því að hann hverfi á þessari öld og jafnvel innan nokkurra áratuga. „Hvaða efnahags- og samfélagslegu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvað það geti lagt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun umfram Parísarsamkomulagið geta afleiðingarnar orðið allt aðrar sem erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas og bætir við að jafnvel geti það gert Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarðarinnar breytast verulega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Ítalski ævintýramaðurinn Alex Bellini hyggst vorið 2018 taka sér bólfestu í björgunarhylki sem verður komið fyrir í rekís úr jöklum Grænlands – en áður en til þess kemur ætlar hann í þessum mánuði að ganga einn síns liðs yfir Vatnajökul á skíðum. Alex verður gestur Orkustofnunar á fimmtudaginn þar sem hann heldur erindi á málstofu um áhrif loftlagsbreytinga á jökla, en hann er væntanlegur til landsins til undirbúnings fyrir ferð sína yfir jökulinn. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri og staðgengill orkumálastjóra, segir tilgang ferðarinnar vera að vekja mannkyn til umhugsunar um áhrif loftlagsbreytinga og bráðnun jökla. Björgunarhylkið, sem er mikil völundarsmíð, er hannað til að standa af sér náttúruhamfarir og þá sérstaklega flóðbylgjur. Alex stefnir á að halda á Vatnajökul 20. janúar en verður við æfingar í Landsveit fram til þess tíma, en „helsta aðferð hans við undirbúninginn er að draga tvö jeppadekk á eftir sér í snjóleysinu,“ segir Jónas. Alex þessi hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir ævintýralegar tilraunir sínar, og ekki síst þegar hann gerði tilraun til að róa á sérstaklega útbúnum kajak frá Perú til Ástralíu – eða 18.000 kílómetra leið yfir Kyrrahafið. Þá var hann 295 daga í hafi áður en hann örmagnaðist, örstuttu áður en hann náði takmarki sínu. Þá hefur hann hlaupið þvert yfir Bandaríkin, einn síns liðs. Jónas segir komu ævintýramannsins til landsins viðeigandi, því ef miðað er við Parísarsamkomulagið þá er því spáð að Ísland verði jökullaust á næstu 150-200 árum. Nokkrir jöklar munu líklegast hverfa fyrr eins og Snæfellsjökull en búist er við því að hann hverfi á þessari öld og jafnvel innan nokkurra áratuga. „Hvaða efnahags- og samfélagslegu áhrif verða fyrir ísþjóðina að hér sé enginn jökull skal ósagt látið. Þetta ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvað það geti lagt af mörkum til að draga úr hlýnun jarðar. Fari hlýnun umfram Parísarsamkomulagið geta afleiðingarnar orðið allt aðrar sem erfitt er að spá fyrir um,“ segir Jónas og bætir við að jafnvel geti það gert Ísland óbyggilegt ef veðurkerfi jarðarinnar breytast verulega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira