Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 21:51 Tveir írakskir ríkisborgarar hafa höfðað mál gegn Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi. Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ringulreið skapaðist á flugvöllum í dag vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um að meina öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. The Guardian greinir frá. Bannið gildir einnig um þá sem hafa varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Guardian mun bannið þó ekki taka til fólks sem tilheyrir trúarminnihlutum í áðurnefndum ríkjum en þau eiga það sameiginlegt að meirihluti íbúa þeirra aðhyllist Íslam. Fjölmiðlum vestanhafs hafa borist fjölmargar tilkynningar um nemendur bandarískra háskóla sem geta ekki snúið aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna. The New York Times greindi meðal annars frá því að nemanda hins virta MIT háskóla í Boston hafi verið meinað að fara um borð í flugvél sem átti að ferja hann til Bandaríkjanna og annar nemi sagði á Twitter að þar sem hann gæti ekki snúið aftur til Bandaríkjanna úr fríi myndi hann neyðast til þess að binda snöggan endi á námsferill sinn við Yale-háskóla.Höfða mál gegn Trump Greint hefur verið frá því að tveir írakskir ríkisborgarar hafi þegar höfðað mál vegna atviks sem átti sér stað í gær en mönnunum var meinuð innganga í landið í gær og þeir látnir dúsa í yfirheyrsluherbergjum næturlangt. Mennirnir tveir, Hameed Khalid Darweesh og Haider Sameer Alshawi voru teknir afsíðis í kjölfar vegabréfsskoðunar á John F. Kennedy alþjóðaflugvellinum í New York í gær. Báðir mennirnir eru handhafar græna kortsins og hafa því ótímabundið dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Darweesh hefur starfað í áratug sem túlkur fyrir Bandaríkjaher en hann var á leið heim til sín úr fríi. Alshawi hefur að sama skapi starfað fyrir bandaríska ríkið í áraraðir. Þeim var haldið í yfirheyrsluherbergjum í nótt ásamt tíu einstaklingum í svipaðri stöðu. Í morgun brutust út mótmæli í álmu 4 á John F. Kennedy flugvellinum vegna málsins. Darweesh hefur verið sleppt úr haldi og fékk hann leyfi til þess að fara inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Nýjustu fregnir herma að Alshawi sé hins vegar enn í haldi.
Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42