Borgnesingar í toppsætið eftir sigur á Keflavík | Snæfell nálgast toppinn 28. janúar 2017 18:45 Borgnesingar sitja í efsta sæti eftir átján umferðir. vísir/anton Skallagrímskonur halda sigurgöngunni áfram en þær unnu nauman 71-69 sigur á Keflavík á heimavelli í dag en með sigrinum náðu þær toppsætinu af Keflvíkingum. Eftir þrettán stiga tap í Keflavík þann 3. desember síðastliðinn höfðu Skallagrímskonur svarað með sex sigurleikjum í röð fyrir leik dagsins en Keflavíkurliðið var aðeins farið að hiksta með tvo tapleiki í síðustu fjórum. Það er óhætt að segja að leikur dagsins hafi verið kaflaskiptur en gestirnir úr Keflavík spiluðu góða vörn og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta 22-13 en hlutirnir snerust við í öðrum leikhluta. Borgnesingar settu í fluggír í sóknarleiknum og tóku átta stiga forskoti inn í hálfleikinn 44-36. Keflavík náði að minnka bilið í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann og náðu að jafna metin í lokaleikhlutanum en taugar Skallagrímsliðsins reyndust vera sterkari á lokamínútunum. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallanna með 25 stig en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við sautján stigum en í liði Keflavíkur var Ariana Moorer atkvæðamest með 19 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í seinni leik dagsins mættust liðin sem léku oddaleik upp á Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor en miklar breytingar hafa orðið á liðunum frá því. Snæfell sem hefur titil að verja var í þriðja sæti deldarinnar fyrir leikinn og gat með sigri saxað á annað hvort toppliðið en Haukakonur gátu komist upp að hlið Valsliðsins í 6. sæti. Snæfellskonur byrjuðu betur og leiddu 34-27 í hálfleik en þær unnu alla fjóra leikhlutana á heimavelli og unnu að lokum sannfærandi 24 stiga sigur 73-49. Aaryn Ellenberg-Wiley var stigahæst í liði Snæfells með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa sex stoðsendingar en í liði gestanna var það Nashika Wiliams sem var atkvæðamest með 21 stig og 18 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Skallagrímskonur halda sigurgöngunni áfram en þær unnu nauman 71-69 sigur á Keflavík á heimavelli í dag en með sigrinum náðu þær toppsætinu af Keflvíkingum. Eftir þrettán stiga tap í Keflavík þann 3. desember síðastliðinn höfðu Skallagrímskonur svarað með sex sigurleikjum í röð fyrir leik dagsins en Keflavíkurliðið var aðeins farið að hiksta með tvo tapleiki í síðustu fjórum. Það er óhætt að segja að leikur dagsins hafi verið kaflaskiptur en gestirnir úr Keflavík spiluðu góða vörn og leiddu með níu stigum eftir fyrsta leikhluta 22-13 en hlutirnir snerust við í öðrum leikhluta. Borgnesingar settu í fluggír í sóknarleiknum og tóku átta stiga forskoti inn í hálfleikinn 44-36. Keflavík náði að minnka bilið í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann og náðu að jafna metin í lokaleikhlutanum en taugar Skallagrímsliðsins reyndust vera sterkari á lokamínútunum. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallanna með 25 stig en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við sautján stigum en í liði Keflavíkur var Ariana Moorer atkvæðamest með 19 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Í seinni leik dagsins mættust liðin sem léku oddaleik upp á Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor en miklar breytingar hafa orðið á liðunum frá því. Snæfell sem hefur titil að verja var í þriðja sæti deldarinnar fyrir leikinn og gat með sigri saxað á annað hvort toppliðið en Haukakonur gátu komist upp að hlið Valsliðsins í 6. sæti. Snæfellskonur byrjuðu betur og leiddu 34-27 í hálfleik en þær unnu alla fjóra leikhlutana á heimavelli og unnu að lokum sannfærandi 24 stiga sigur 73-49. Aaryn Ellenberg-Wiley var stigahæst í liði Snæfells með 26 stig ásamt því að taka 8 fráköst og gefa sex stoðsendingar en í liði gestanna var það Nashika Wiliams sem var atkvæðamest með 21 stig og 18 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira