Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2017 14:50 Katla er ein stærsta eldstöð landsins. vísir/vilhelm Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar. Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar.
Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20