Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 72-63 | Valur sýndi klærnar á móti Stjörnunni Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 29. janúar 2017 16:15 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira