Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir Mette Bock, menntamálaráðherra Dana, bækurnar. vísir/epa Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf Íslendinga til Dana sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Gjöfin, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, mun rata á dönsk bókasöfn. Fyrirtækin eru HB Grandi, Össur, Icelandair, Marel, Bláa lónið, Brim, Eimskip, Landsvirkjun, Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkursamsalan, Arion banki, Höldur og Pósturinn. Reiddu þau af hendi samtals um tuttugu milljónir til að hægt væri að prenta sérstaka útgáfu bókarinnar með þakkarávarpi til Dana. Útgefandinn, Jóhann Sigurðsson, segist hafa fengið hugmyndina skömmu eftir að þýðingin var kláruð. Fjöldi norrænna fræðimanna hafi unnið að þýðingunni en Íslendingasögurnar voru þýddar á dönsku, norsku og sænsku. Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, skrifaði formála í bókina. Vegna þessa, og vegna þess að Danir skiluðu íslenskum handritum á síðustu öld, fannst Jóhanni eins og Íslendingar stæðu í þakkarskuld við Dani.Jóhann Sigurðsson sést hér til hægri með íslenska útgáfu bókarinnar.vísir/stefán„Ég fór að kanna hvort máttarstólpar í íslensku þjóðfélagi væru sama sinnis. Þá kom í ljós að mönnum þótti þetta frábær hugmynd,“ segir Jóhann sem fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja verkefnið. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það að flestir forstjórar þessara fyrirtækja sáu sér fært að fara út og vera viðstaddir þennan viðburð,“ segir Jóhann. Forstjórar Landsvirkjunar, Icelandair, Eimskipa, Brims, Össurar, Póstsins, Bláa lónsins og Marel voru einnig viðstaddir veislu drottningarinnar. „Það þurfti að sérprenta bækurnar með sérstöku þakkarávarpi. Það mun birtast dönskum lesendum næstu áratugina því þetta verður grundvallarútgáfa. Þá munu þeir sjá að Íslendingar hugsa hlýlega til þeirra,“ segir Jóhann en í ávarpinu er tilurð gjafarinnar útskýrð. Þær tuttugu milljónir sem Jóhann safnaði fóru í prentunina, sendingu á dönsk bókasöfn, viðburðinn sjálfan og eftirfylgni. „Ég er alveg himinlifandi og sérstaklega þakklátur fyrirtækjunum fyrir að hafa gert þetta að veruleika og fyrir að hafa mætt fyrir hönd þjóðarinnar á þennan viðburð,“ segir Jóhann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf Íslendinga til Dana sem Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn á þriðjudag. Gjöfin, sjö hundruð eintök af nýrri útgáfu Íslendingasagna, mun rata á dönsk bókasöfn. Fyrirtækin eru HB Grandi, Össur, Icelandair, Marel, Bláa lónið, Brim, Eimskip, Landsvirkjun, Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkursamsalan, Arion banki, Höldur og Pósturinn. Reiddu þau af hendi samtals um tuttugu milljónir til að hægt væri að prenta sérstaka útgáfu bókarinnar með þakkarávarpi til Dana. Útgefandinn, Jóhann Sigurðsson, segist hafa fengið hugmyndina skömmu eftir að þýðingin var kláruð. Fjöldi norrænna fræðimanna hafi unnið að þýðingunni en Íslendingasögurnar voru þýddar á dönsku, norsku og sænsku. Margrét Þórhildur, drottning Danmerkur, skrifaði formála í bókina. Vegna þessa, og vegna þess að Danir skiluðu íslenskum handritum á síðustu öld, fannst Jóhanni eins og Íslendingar stæðu í þakkarskuld við Dani.Jóhann Sigurðsson sést hér til hægri með íslenska útgáfu bókarinnar.vísir/stefán„Ég fór að kanna hvort máttarstólpar í íslensku þjóðfélagi væru sama sinnis. Þá kom í ljós að mönnum þótti þetta frábær hugmynd,“ segir Jóhann sem fékk nokkur fyrirtæki til að styrkja verkefnið. „Ég er mjög stoltur og ánægður með það að flestir forstjórar þessara fyrirtækja sáu sér fært að fara út og vera viðstaddir þennan viðburð,“ segir Jóhann. Forstjórar Landsvirkjunar, Icelandair, Eimskipa, Brims, Össurar, Póstsins, Bláa lónsins og Marel voru einnig viðstaddir veislu drottningarinnar. „Það þurfti að sérprenta bækurnar með sérstöku þakkarávarpi. Það mun birtast dönskum lesendum næstu áratugina því þetta verður grundvallarútgáfa. Þá munu þeir sjá að Íslendingar hugsa hlýlega til þeirra,“ segir Jóhann en í ávarpinu er tilurð gjafarinnar útskýrð. Þær tuttugu milljónir sem Jóhann safnaði fóru í prentunina, sendingu á dönsk bókasöfn, viðburðinn sjálfan og eftirfylgni. „Ég er alveg himinlifandi og sérstaklega þakklátur fyrirtækjunum fyrir að hafa gert þetta að veruleika og fyrir að hafa mætt fyrir hönd þjóðarinnar á þennan viðburð,“ segir Jóhann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira