Tollur á innfluttar vörur frá Mexíkó greiði fyrir vegginn

Tillagan var tilkynnt í kvöld, skömmu eftir að forseti Mexíkó tilkynnti að hann væri hættur við fyrirhugaða heimsókn sína til Bandaríkjanna í næstu viku.
Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Donald Trump og hélt hann því alltaf fram að Mexíkóar, ekki Bandaríkjamenn, myndu greiða fyrir vegginn. Yfirvöld í Mexíkó hafa þvertekið fyrir allar slíkar áætlanir.
Trump virðist þó ætla að halda ótrauður áfram en í gær skrifaði hann undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja umræddann vegg á landamærunum.
Tengdar fréttir

Pena Nieto segir Mexíkó ekki munu borga fyrir múrinn
Enrique Pena Nieto Mexíkóforseti flutti ávarp til þjóðar sinnar í sjónvrpi í gærkvöldi.

Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg
Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið.

Trump lætur forseta Mexíkó heyra það eftir að hann afboðaði sig á fund þeirra
Í ræðu sem Trump hélt á fundi þingmanna Repúblikanaflokksins í Fíladelfíu í dag sagði hann að fundur með Nieto yrði árangurslaus ef að Mexíkó myndi ekki koma fram við Bandaríkin af virðingu og borga fyrir vegginn.

Forseti Mexíkó afboðar fund með Donald Trump vegna deilna um landamæravegginn
Þessi yfirlýsing frá forseta Mexíkó kemur í kjölfar Twitter færslu Trump en þar hvatti hann Mexíkósk stjórnvöld til að afboða sig á fundinn ef þeir væru ekki reiðubúnir til að greiða fyrir vegg sem Trump hyggst byggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.