Evra, sem er 35 ára, átti ekki fast sæti í liði Juventus í vetur og var m.a. orðaður við endurkomu til Manchester United.
Bakvörðurinn öflugi endaði hins vegar hjá Marseille sem er í 7. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar. Evra skrifaði undir eins og hálfs árs samning við félagið.
Evra lék með United frá 2006 til 2014. Á þeim tíma varð hann fimm sinnum enskur meistari og vann Meistaradeildina 2008.
Evra fór svo til Juventus sumarið 2014 og varð tvívegis tvöfaldur meistari með liðinu.
OFFICIAL | @Evra is a new OM player. Welcome Patrice! #PatriceEstOlympien pic.twitter.com/B6fGaes1sn
— Olympique Marseille (@OM_English) January 25, 2017