„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 19:32 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00