Formaður Sjómannasambandsins: Get tekið á mig að slíta viðræðum en það er líka þeim að kenna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 18:09 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins hefur ekki áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist vegna kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS ). Hann segir að SFS verði að koma til móts við kröfur sjómanna. „Þeir segja að menn verði að semja þegar verið er að deila og það er alveg rétt. Við þessum tveimur kröfum okkar hefur ekki komið fram neitt tilboð frá þeim,“ sagði Valmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að vel hafi gengið að semja þangað til sjómenn settu fram kröfur um að útgerðin tæki meiri þátt í olíukostnaði og sjómenn fái einhversskonar uppbót frá útgerðum í stað sjómannaafsláttar sem lagður var af fyrir nokkrum árum. Valmundur segir að reiknað hafi verið út að þessar tvær kröfur myndu kosta útgerðirnar samtals um þrjá milljarða á ári. Það séu ekki miklir peningar á ári hverju miðað við tekjur útgerðarfyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi. „Þetta er ekkert mikið á hvern haus þegar uppi er staðið, hvorki hjá okkur né hjá útgerðinni. Það eru í kringum 140 félagsmenn innan SFS og þetta væru þá 21-2 milljónir á haus í þeim samtökum á ári. Í stóra samhenginu eru þetta ekki miklir peningar,“ sagði Valmundur.Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót.Vísir/ErnirSjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við SFS í vikunni og sagði SFS að ógerlegt væri að ganga að öllum kröfum sjómanna. Valmundur segir þó að kröfurnar sé hógværar. „Við teljum þetta vera hógværar og sanngjarnar kröfur miðað við veltu sjávarútvegs á Íslandi og miðað við stöðu sjómanna. Ég get tekið það á mig að hafa slitið þessum viðræðum en það er líka þeim að kenna.“ Aðspurður hvort að þetta þýði ekki að langt sé í land í þessum viðræðum sagði Valmundur að það gæti vel verið en að Sjómannasambandið myndi ekki gefa eftir. „Við erum með skýrt umboð frá okkar baklandi. Skilaboðin eru alveg skýr, það verður ekki hvikað frá þessum kröfum. Meðan að svo er gerum við það ekki,“ sagði Valmundur.Í gær var greint frá því að stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafi tapast og erlend stórfyrirtæki hafi misst trúna á íslenskum sjávarútvegi. Valmundur segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, verkföll bitni alltaf á þriðja aðila „Menn standa fast á sínum kröfum. AUðvitað hefur maður skilning á því að þetta bitnar á fullt af fólki. En svona eru verkföll, þau bitna á þriðja aðila. Við erum í kjarabaráttu fyrir kjörum okkur og þetta er kostnaðurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Kjaramál Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins hefur ekki áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist vegna kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS ). Hann segir að SFS verði að koma til móts við kröfur sjómanna. „Þeir segja að menn verði að semja þegar verið er að deila og það er alveg rétt. Við þessum tveimur kröfum okkar hefur ekki komið fram neitt tilboð frá þeim,“ sagði Valmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að vel hafi gengið að semja þangað til sjómenn settu fram kröfur um að útgerðin tæki meiri þátt í olíukostnaði og sjómenn fái einhversskonar uppbót frá útgerðum í stað sjómannaafsláttar sem lagður var af fyrir nokkrum árum. Valmundur segir að reiknað hafi verið út að þessar tvær kröfur myndu kosta útgerðirnar samtals um þrjá milljarða á ári. Það séu ekki miklir peningar á ári hverju miðað við tekjur útgerðarfyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi. „Þetta er ekkert mikið á hvern haus þegar uppi er staðið, hvorki hjá okkur né hjá útgerðinni. Það eru í kringum 140 félagsmenn innan SFS og þetta væru þá 21-2 milljónir á haus í þeim samtökum á ári. Í stóra samhenginu eru þetta ekki miklir peningar,“ sagði Valmundur.Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót.Vísir/ErnirSjómannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna slitu kjaraviðræðum við SFS í vikunni og sagði SFS að ógerlegt væri að ganga að öllum kröfum sjómanna. Valmundur segir þó að kröfurnar sé hógværar. „Við teljum þetta vera hógværar og sanngjarnar kröfur miðað við veltu sjávarútvegs á Íslandi og miðað við stöðu sjómanna. Ég get tekið það á mig að hafa slitið þessum viðræðum en það er líka þeim að kenna.“ Aðspurður hvort að þetta þýði ekki að langt sé í land í þessum viðræðum sagði Valmundur að það gæti vel verið en að Sjómannasambandið myndi ekki gefa eftir. „Við erum með skýrt umboð frá okkar baklandi. Skilaboðin eru alveg skýr, það verður ekki hvikað frá þessum kröfum. Meðan að svo er gerum við það ekki,“ sagði Valmundur.Í gær var greint frá því að stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafi tapast og erlend stórfyrirtæki hafi misst trúna á íslenskum sjávarútvegi. Valmundur segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu, verkföll bitni alltaf á þriðja aðila „Menn standa fast á sínum kröfum. AUðvitað hefur maður skilning á því að þetta bitnar á fullt af fólki. En svona eru verkföll, þau bitna á þriðja aðila. Við erum í kjarabaráttu fyrir kjörum okkur og þetta er kostnaðurinn.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30 Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30 „Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19 Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Yfir þúsund uppsagnir í fiskvinnslu: Formaður VLFA undrast skrif Heiðrúnar og segir útgerðina fara illa með starfsfólk Alls voru 1.075 umsóknir um atvinnuleysistryggingar sem tengjast vinnslustöðvun í fiskvinnslu skráðar inn í kerfi Vinnumálastofnunar síðastliðinn miðvikudag. 6. janúar 2017 12:30
Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. 24. janúar 2017 21:30
„Ég lít á þetta starf fyrst og síðast að koma réttum upplýsingum á framfæri“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir deilu sjómanna og útgerðarmanna vera erfiða en að hún sé alls ekki óleysnaleg. 8. janúar 2017 11:19
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44