Boðar stórsókn við uppbyggingu innviða Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2017 06:00 Ráðherra mismælti sig í ræðunni og sagði ríkisstjórnina hafa aðgerðaáætlun vegna Panamasamkomulagsins, en átti við Parísarsamkomulagið. vísir/ernir Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þingnefnda verður því kosið um formenn nefndanna en stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnarandstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds ríkisstjórnarflokkanna. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðisþjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráðherra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Viðreisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, minntu forsætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði heilbrigðismál í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að samvinna stjórnar og stjórnarandstöðu byrjar ekki vel en samstaða náðist ekki um skipun í nefndir þingsins. Á fyrstu fundum nýrra þingnefnda verður því kosið um formenn nefndanna en stjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum nefndum þingsins. Vildu stjórnarandstöðuþingmenn meina að um væri að ræða misbeitingu valds ríkisstjórnarflokkanna. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarandstaðan tvo nefndarformenn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði stórsókn í innviðauppbyggingu á þessu kjörtímabili í stefnuræðu forsætisráðherra. Leiðarstef ríkisstjórnarinnar var um aukna menntun og betri heilbrigðisþjónustu. Einnig sagði Bjarni það forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar að vinna að loftslagsmálum og viðhalda jafnvægi í efnahagsmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, gagnrýndi ræðu forsætisráðherra að því leyti að ekkert var rætt um félagslegt réttlæti. „Við vitum að ríkustu tíu prósentin hér eiga þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagði Katrín. Einnig vék hún orðum að nýrri ríkisstjórn og sagði hún Viðreisn og Bjarta framtíð hafa selt nánast flest sín kosningaloforð. Kerfisbreytingarnar sem flokkarnir boðuðu væru litlar sem engar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, minntu forsætisráðherra á að hann hafi setið á skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði heilbrigðismál í forgangi, umbætur í landbúnaði og sjávarútvegi væru einnig forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar sem og stöðugt gengi og jafnrétti kynjanna. „Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt. Fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, gagnrýndi ræðu Bjarna hvað harðast. Sagði hann stjórnina of veika „Hægt hefði verið að mynda annars konar stjórn sem hefði mun breiðari pólitískari skírskotun en sú hægri stjórn sem var mynduð undir forystu þeirra Engeyjarfrænda. Forsætisráðherra var mæta vel kunnugt um það. En sá á kvölina sem á völina og 25 prósent ánægja er niðurstaðan með það val.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. 24. janúar 2017 20:50
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27