Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 20:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. „Stjórnmálamenn geta nefnilega gert hvorttveggja. Þeir geta byggt múra eða þeir geta byggt brýr. Ég segi að við eigum að byggja brýr,“ sagði Katrín í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. Katrín sagði að til þess að byggja brýr í stað múra þyrfti hins vegar að takast á við stór verkefni. Tryggja þyrfti jöfnuð og félagslegan stöðugleika, tryggja aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þá þyrfti að undirbúa íslenskan vinnumarkað undir tækniþróun sem gæti gerbreytt honum, hér sem annarsstaðar. Sagði Katrín að slík verkefni kölluðu á „raunverulegar kerfisbreytingar“ en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væri ekki ríkisstjórn utan um slíkar breytingar. „Það segir sína sögu að hæstvirtur forsætisráðherra ákvað að vitna í Tómas Guðmundsson og kvæði hans frá fjórða áratug síðustu aldar. Stjórnarsáttmálinn er í besta 1920-stíl og undirritaður af þremur karlmönnum þrátt fyrir batnandi kynjahlutföll á þingi,“ sagði Katrín Gagnrýndi hún ríkisfjármálastefnu nýrrar stjórnar og sagði Katrín að hún væri íhaldssöm. „Ætlunin er að fresta nauðsynlegri eflingu velferðar- og menntakerfis. Það á ekki að byggja meira upp en rúmast innan hagsveiflunnar. Það má alls ekki afla tekna til að byggja upp aðþrengt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi,“ sagði Katrín. Benti hún á að allir ættu að geta sameinast um að byggja brúr, jafnvel þótt að menn væru ósammála um margt annað. „Á hverjum degi hittum við brúarsmiði. Strætóstjórinn sem heilsar öllum og minnir mann á að öll njótum við virðingar í bílnum hans. Leikskólakennarinn sem leysir úr vanda ólíkra barna með ólíkan bakgrunn. Fólk sem hingað kemur frá öðrum löndum, jafnvel á flótta, en kennir okkur hér svo ótal margt og gerir líf okkar fjölbreyttara og betra. Þjóðarleiðtogar sem auka skilning milli ólíkra þjóða. Þingflokksformenn sem leysa hnúta en herða þá ekki. En við hittum líka þá sem smíða múra. Sem alltaf vilja loka sig inni og breyta engu. Og nú er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að leggja brúarsmiðunum lið óháð því hvar við stöndum í flokki. Ég vona að það geti í það minnsta orðið okkar sameiginlega verkefni.“ Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. „Stjórnmálamenn geta nefnilega gert hvorttveggja. Þeir geta byggt múra eða þeir geta byggt brýr. Ég segi að við eigum að byggja brýr,“ sagði Katrín í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. Katrín sagði að til þess að byggja brýr í stað múra þyrfti hins vegar að takast á við stór verkefni. Tryggja þyrfti jöfnuð og félagslegan stöðugleika, tryggja aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Þá þyrfti að undirbúa íslenskan vinnumarkað undir tækniþróun sem gæti gerbreytt honum, hér sem annarsstaðar. Sagði Katrín að slík verkefni kölluðu á „raunverulegar kerfisbreytingar“ en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar væri ekki ríkisstjórn utan um slíkar breytingar. „Það segir sína sögu að hæstvirtur forsætisráðherra ákvað að vitna í Tómas Guðmundsson og kvæði hans frá fjórða áratug síðustu aldar. Stjórnarsáttmálinn er í besta 1920-stíl og undirritaður af þremur karlmönnum þrátt fyrir batnandi kynjahlutföll á þingi,“ sagði Katrín Gagnrýndi hún ríkisfjármálastefnu nýrrar stjórnar og sagði Katrín að hún væri íhaldssöm. „Ætlunin er að fresta nauðsynlegri eflingu velferðar- og menntakerfis. Það á ekki að byggja meira upp en rúmast innan hagsveiflunnar. Það má alls ekki afla tekna til að byggja upp aðþrengt velferðarkerfi, heilbrigðiskerfi og menntakerfi,“ sagði Katrín. Benti hún á að allir ættu að geta sameinast um að byggja brúr, jafnvel þótt að menn væru ósammála um margt annað. „Á hverjum degi hittum við brúarsmiði. Strætóstjórinn sem heilsar öllum og minnir mann á að öll njótum við virðingar í bílnum hans. Leikskólakennarinn sem leysir úr vanda ólíkra barna með ólíkan bakgrunn. Fólk sem hingað kemur frá öðrum löndum, jafnvel á flótta, en kennir okkur hér svo ótal margt og gerir líf okkar fjölbreyttara og betra. Þjóðarleiðtogar sem auka skilning milli ólíkra þjóða. Þingflokksformenn sem leysa hnúta en herða þá ekki. En við hittum líka þá sem smíða múra. Sem alltaf vilja loka sig inni og breyta engu. Og nú er það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að leggja brúarsmiðunum lið óháð því hvar við stöndum í flokki. Ég vona að það geti í það minnsta orðið okkar sameiginlega verkefni.“
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent