Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 14:10 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Alls gætu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. Sakborningar eru eingöngu úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef þeir hafa náð 15 ára aldri og rökstuddur grunur er um að viðkomandi hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsisvist. Séu einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur grunur á að viðkomandi hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað tíu ára fangelsi. Ekki er heimilt að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald í lengri tíma en tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn viðkomandi eða á grundvelli almannahagsmuna, og aldrei lengur en fjórar vikur hverju sinni. Til að mynda staðfesti Hæstiréttur í desember síðastliðnum að maður sem ákærður var fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á síðasta ári skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur félli í máli hans, en ekki lengur en til 5. janúar á þessu ári. Maðurinn var því alls í tæpt ár í gæsluvarðhaldi.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.Vísir/E.Ól.Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds Þegar Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skipverjana tvo í gæsluvarðhald síðastliðin fimmtudag hafði ekki verið staðfest að lífsýni sem fundust í rauðu Kia Rio bifreiðinni væri úr Birnu. Þá var lík hennar ekki heldur fundið. Gera má ráð fyrir að lögregla krefjist áframhaldandi gæsluvarðhalds telji hún ástæðu til að óska eftir framlengingu að tveimur vikum liðnum. Meti lögregla ný gögn í málinu nægilega sterk til að krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna getur hún gert það, en annars óskað eftir áframhaldandi varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að honum beri skylda til að leggja mál fyrir dómstóla á hverju stigi svo að allt sé upplýst. „Það er þannig að þegar einhver rannsókn er í gangi og það eru ástæður eða atvik sem krefjast þess að það sé komið í veg fyrir að sakborningar geti borið sig saman, samræmt framburð sinn, haft áhrif á vitni eða komið undan einhverjum sönnunargögnum eða eyðilagt sönnunargögn þá eru skilyrði til gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds, hvort málið er flókið, hvort það varðar marga, hvort það er fyrirséð mikil rannsóknarvinna sem þarf að fara fram áður en að menn geta losnað úr einangrun.“Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterkur grunur þarf að liggja fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari segir að jafnan sé úrskurðað í fjögurra vikna gæsluvarðhald ef þess er krafist á grundvelli almannahagsmuna. „Rannsóknarhagsmunir eru ekki skilyrði fyrir slíku gæsluvarðhaldi heldur verður að vera komin fram samkvæmt lögunum sterkur grunur á að sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi framið brot sem varða geti tíu ára fangelsi. Það þarf að vera sterkur grunur,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eins og þetta hefur verið kynnt fyrir okkur almenningi þá sýnist mér að núna hljóti að vera kominn fram sterkur grunur um að þessir menn hafi framið glæp sem getur varðað tíu ára fangelsi. Þannig að ég á alveg eins von á því að næst þegar beðið verði um framlengingu á þessum gæsluvarðhaldsúrskurði þá verði það gert á þeim grunni og að þá verði fallist á fjórar vikur.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27 Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49 Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út. 23. janúar 2017 17:54 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Alls gætu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. Sakborningar eru eingöngu úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef þeir hafa náð 15 ára aldri og rökstuddur grunur er um að viðkomandi hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsisvist. Séu einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur grunur á að viðkomandi hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað tíu ára fangelsi. Ekki er heimilt að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald í lengri tíma en tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn viðkomandi eða á grundvelli almannahagsmuna, og aldrei lengur en fjórar vikur hverju sinni. Til að mynda staðfesti Hæstiréttur í desember síðastliðnum að maður sem ákærður var fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á síðasta ári skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur félli í máli hans, en ekki lengur en til 5. janúar á þessu ári. Maðurinn var því alls í tæpt ár í gæsluvarðhaldi.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.Vísir/E.Ól.Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds Þegar Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skipverjana tvo í gæsluvarðhald síðastliðin fimmtudag hafði ekki verið staðfest að lífsýni sem fundust í rauðu Kia Rio bifreiðinni væri úr Birnu. Þá var lík hennar ekki heldur fundið. Gera má ráð fyrir að lögregla krefjist áframhaldandi gæsluvarðhalds telji hún ástæðu til að óska eftir framlengingu að tveimur vikum liðnum. Meti lögregla ný gögn í málinu nægilega sterk til að krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna getur hún gert það, en annars óskað eftir áframhaldandi varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að honum beri skylda til að leggja mál fyrir dómstóla á hverju stigi svo að allt sé upplýst. „Það er þannig að þegar einhver rannsókn er í gangi og það eru ástæður eða atvik sem krefjast þess að það sé komið í veg fyrir að sakborningar geti borið sig saman, samræmt framburð sinn, haft áhrif á vitni eða komið undan einhverjum sönnunargögnum eða eyðilagt sönnunargögn þá eru skilyrði til gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds, hvort málið er flókið, hvort það varðar marga, hvort það er fyrirséð mikil rannsóknarvinna sem þarf að fara fram áður en að menn geta losnað úr einangrun.“Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterkur grunur þarf að liggja fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari segir að jafnan sé úrskurðað í fjögurra vikna gæsluvarðhald ef þess er krafist á grundvelli almannahagsmuna. „Rannsóknarhagsmunir eru ekki skilyrði fyrir slíku gæsluvarðhaldi heldur verður að vera komin fram samkvæmt lögunum sterkur grunur á að sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi framið brot sem varða geti tíu ára fangelsi. Það þarf að vera sterkur grunur,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eins og þetta hefur verið kynnt fyrir okkur almenningi þá sýnist mér að núna hljóti að vera kominn fram sterkur grunur um að þessir menn hafi framið glæp sem getur varðað tíu ára fangelsi. Þannig að ég á alveg eins von á því að næst þegar beðið verði um framlengingu á þessum gæsluvarðhaldsúrskurði þá verði það gert á þeim grunni og að þá verði fallist á fjórar vikur.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27 Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49 Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út. 23. janúar 2017 17:54 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27
Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49
Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út. 23. janúar 2017 17:54
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45