Neymar skoraði sitt 94. mark fyrir Barcelona á móti Eibar um síðustu helgi en hann náði þessum markafjölda í 164 leikjum og á þremur og hálfu tímabili.
Ronaldinho var í fimm tímabil með Barcelona frá 2003 til 2008 og skoraði 94 mörk í 207 leikjum. Neymar var því 43 leikjum á undan honum í 94 mörkin.
Ronaldinho var aðalstjarna Barcelona liðsins þegar hann var í Katalóníu og tvisvar kosinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA (2004 og 2005).
Neymar kom til Barcelona 21 árs en hann heldur upp á 25 ára afmælið sitt í byrjun næsta mánaðar. Ronaldinho lék með félaginu frá 23 ára aldri til að hann var 28 ára.
Báðir eiga þessir Brasilíumenn það sameiginlegt að búa yfir ótrúlegri tækni og hæfileika til að gera hið óútreiknanlega inn á fótboltavellinum.
Neymar er vissulega búinn að ná Ronaldinho á markalista Barcelona en hann á enn nokkuð í langt að verða markahæsti Brasilíumaðurinn hjá félaginu. Landi hans Rivaldo skoraði 130 mörk fyrir Barcelona frá 1997 til 2002. Neymar þarf því að skora 36 mörk til viðbótar til að ná honum.
Mörk Ronaldinho eftir tímabilum:
Fyrsta tímabil (2003/04): 22 mörk
Annað tímabil (2004/05): 13 mörk
Þriðja tímabil (2005/06): 26 mörk
Fjórða tímabil (2006/07): 24 mörk
Fimmta tímabil (2007/08): 9 mörk
Mörk Neymar eftir tímabilum:
Fyrsta tímabil (2013/14): 15 mörk
Annað tímabil (2014/15: 39 mörk
Þriðja tímabil (2015/16): 31 mark
Fjórða tímabil (2016/17): 9 mörk
Hér fyrir neðan má einnig sjá samanburð á þeim félögum sem mátti finna á Twitter-síðu Barcelona.
Un nuevo hito para @neymarjr https://t.co/eTSwQaiFSH #ForçaBarça pic.twitter.com/15tRxmgViE
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) January 23, 2017
Neymar, Ronaldinho y sus 94 goles con el Barça. ¿Cómo los han hecho? Todos los datos, aquí: https://t.co/lLbYIEr97w #ForçaBarça pic.twitter.com/2oblA9lskW
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) January 23, 2017
¿Desde dónde marcaron sus 94 goles @neymarjr y @10Ronaldinho? https://t.co/lLbYIEr97w #ForçaBarça pic.twitter.com/TkZzKa4XFi
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) January 24, 2017
Magic @neymarjr & Magic @10Ronaldinho
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) January 24, 2017
VIDEO COMPLET https://t.co/8OZ2qenEqx pic.twitter.com/tI5hefHt0s