Hinir grunuðu gætu mætt hörku á Hrauninu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 11:00 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira