Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Ítarlega verður fjallað um rannsókn lögreglu á láti Birnu Brjánsdóttur í fréttatíma Stöðvar tvö. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur grænlenskum skipverjum sem eru grunaður um að hafa ráðið Birnu bana.

Þá verður einnig fjallað um kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna en samningaviðræðum í deilunni var slitið í dag og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Rætt verður við Valmund Valmundsson formann sjómannasambands Íslands í fréttatímanum.

Þetta og  meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×