Sprenging um helgina í fjölda þeirra sem styrkja björgunarsveitirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 14:42 Frá leitinni að Birnu um helgina. Vísir Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Bakverðirnir eru fjárhagslegir stuðningsaðilar björgunarsveitanna sem greiða mánaðarlegt framlag til Landsbjargar. Þorsteinn segir að undir lok síðustu viku hafi félagið hafi farið að merkja aukinn áhuga almennings að styðja við bakið á sveitunum. Björgunarsveitirnar hafa verið í brennidepli í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur og þeirrar gríðarlegu leitar sem gerð var að henni síðustu daga.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Um helgina hafi hins vegar orðið algjör sprenging í nýskráningum í Bakvarðasveitina. Þrátt fyrir að hafa ekki nákvæma tölu fyrir framan sig þegar Vísir náði tali af honum segir Þorsteinn að nýir Bakverðir hlaupi á hundruðum. Hver og einn leggur að jafnaði til um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði og því ljóst að hinn aukni stuðningur gæti numið milljónum króna á mánuði.„Bakverðirnir eru alveg gríðarlega mikilvægir fyrir björgunarsveitirnar. Það fjármagn sem frá þeim kemur fer í sjóð sem svo skiptist svo niður á allar björgunarsveitirnar í landinu. Hver einasta króna nýtist þannig til tækjakaupa, viðhalds á tækjum og reksturs sveitanna,“ segir Þorsteinn. Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar um mitt ár 2013 í kjölfar viðburðaríks árs hjá björgunarsveitunum. „Á þeim tíma var alveg bersýnilegt að það þurfti á stuðningi að halda til að bæta fjárhag björgunarsveitanna,“ segir Þorsteinn. „Það er bara staðreynd að það er ógerningur að halda úti leitar- og björgunarstarfi með þeim krafi sem við viljum ef að kæmi ekki til þessa stuðnings almennings.“Sjá einnig: Fólkið sem leitaði: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Aðgerðir Landsbjargar um helgina voru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Þeim er nú lokið í bili. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Landsbjargar er bent á skráningarsíðu Bakvarðasveitarinnar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Bakverðirnir eru fjárhagslegir stuðningsaðilar björgunarsveitanna sem greiða mánaðarlegt framlag til Landsbjargar. Þorsteinn segir að undir lok síðustu viku hafi félagið hafi farið að merkja aukinn áhuga almennings að styðja við bakið á sveitunum. Björgunarsveitirnar hafa verið í brennidepli í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur og þeirrar gríðarlegu leitar sem gerð var að henni síðustu daga.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Um helgina hafi hins vegar orðið algjör sprenging í nýskráningum í Bakvarðasveitina. Þrátt fyrir að hafa ekki nákvæma tölu fyrir framan sig þegar Vísir náði tali af honum segir Þorsteinn að nýir Bakverðir hlaupi á hundruðum. Hver og einn leggur að jafnaði til um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði og því ljóst að hinn aukni stuðningur gæti numið milljónum króna á mánuði.„Bakverðirnir eru alveg gríðarlega mikilvægir fyrir björgunarsveitirnar. Það fjármagn sem frá þeim kemur fer í sjóð sem svo skiptist svo niður á allar björgunarsveitirnar í landinu. Hver einasta króna nýtist þannig til tækjakaupa, viðhalds á tækjum og reksturs sveitanna,“ segir Þorsteinn. Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar um mitt ár 2013 í kjölfar viðburðaríks árs hjá björgunarsveitunum. „Á þeim tíma var alveg bersýnilegt að það þurfti á stuðningi að halda til að bæta fjárhag björgunarsveitanna,“ segir Þorsteinn. „Það er bara staðreynd að það er ógerningur að halda úti leitar- og björgunarstarfi með þeim krafi sem við viljum ef að kæmi ekki til þessa stuðnings almennings.“Sjá einnig: Fólkið sem leitaði: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Aðgerðir Landsbjargar um helgina voru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Þeim er nú lokið í bili. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Landsbjargar er bent á skráningarsíðu Bakvarðasveitarinnar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37
Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30
Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57