Líkið krufið síðar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 11:15 Selvogsviti á sunnanverðu Reykjanesi, þar sem líkið fannst. Vísir/Getty Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30