Samtök atvinnulífsins á Grænlandi (Sulisitsisut) hefur beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi.
Frá þessi greinir Brian Buus Pedersen, formaður samtakanna í samtali við grænlenska fjölmiðilinn KNR.
Lögregla fann á dögunum um 20 kíló af hassi um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq eftir leit um borð í skipinu í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.
Í frétt KNR segir að samtökin hafi farið þess á leit við ræðismann Íslands á Grænlandi að koma á viðræðum milli íslenskra og grænlenskra yfirvalda til að ræða málið.
„Getum við aukið eftirlit með grænlenskum skipum, sem liggja við bryggju á Íslandi,“ spyr Buus Petersen, sem vonast til að hægt verði að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér.
Vilja aukið eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi

Tengdar fréttir

Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu
Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum.

Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur
Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar.