Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 10:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30