Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 10:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30