Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 23:42 Frá athöfninni við hús ræðismannsins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46
Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent