Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 22:47 Leit er lokið í kvöld að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm Björgunarsveitir hafa lokið störfum við leit að Birnu Brjánsdóttur. Þorsteinn G. Gunnarsson segir í samtali við Vísi að um 90 verkefni hafi verið kláruð í dag og að björgunarfólk sé nú á leið til síns heima. „Þessu stóra verkefni er lokið og við förum út og sinnum verkefnum ef um það er beðið, en að öðru leyti lítum við svo á að okkar þætti sé lokið,“ segir Þorsteinn en yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að leita að vísbendingum í tengslum við málið í kvöld, á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunumAðgerðir Landsbjargar um helgina eru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Lagt var upp með að klára yfir tvö þúsund verkefni um helgina og höfðu björgunarsveitarmenn lokið yfir þúsund verkefnum á laugardag og kom fólk af öllum aldri, hvaðanæva af landinu að leitarstörfum. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni allt frá því 16 janúar, fyrir rétt tæpri viku síðan.Sjá: Fólkið sem leitaði í gær: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Hér að neðan má sjá þegar við litum við í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í gær og tókum leitarfólk tali ásamt því að skyggnast um á vettvangi leitarinnar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Björgunarsveitir hafa lokið störfum við leit að Birnu Brjánsdóttur. Þorsteinn G. Gunnarsson segir í samtali við Vísi að um 90 verkefni hafi verið kláruð í dag og að björgunarfólk sé nú á leið til síns heima. „Þessu stóra verkefni er lokið og við förum út og sinnum verkefnum ef um það er beðið, en að öðru leyti lítum við svo á að okkar þætti sé lokið,“ segir Þorsteinn en yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í að leita að vísbendingum í tengslum við málið í kvöld, á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunumAðgerðir Landsbjargar um helgina eru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Lagt var upp með að klára yfir tvö þúsund verkefni um helgina og höfðu björgunarsveitarmenn lokið yfir þúsund verkefnum á laugardag og kom fólk af öllum aldri, hvaðanæva af landinu að leitarstörfum. Landsbjörg hefur tekið þátt í leitinni allt frá því 16 janúar, fyrir rétt tæpri viku síðan.Sjá: Fólkið sem leitaði í gær: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Þeir neita sök. Hér að neðan má sjá þegar við litum við í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar í gær og tókum leitarfólk tali ásamt því að skyggnast um á vettvangi leitarinnar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06