Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Snærós Sindradóttir skrifar 23. janúar 2017 07:00 Birna Brjánsdóttir fannst látin í fjörunni við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga upp úr hádegi í gær. Nú er reynt að reikna út hvar hún var látin í sjóinn. Fréttablaðið/Ingólfur Grétarsson „Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er dapulegt að ung kona í blóma lífsins hafi verið hrifin burt frá okkur með þessum hætti,“ segir Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Birna fannst í gær, látin. Lögreglan undirbýr nú af fullum krafti yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu, laugardagsmorguninn 14. janúar. Yfirheyrslurnar fara fram í dag, eða á morgun. „Nú snýst þetta ekki bara um að fá upplýsingar um hvar hún er heldur þarf að fara yfir þetta frá A til Ö. Það er búið að yfirheyra þá töluvert en við lögðum áherslu á að fá upplýsingar um afdrif Birnu. Ég vil ekki fara út í það sem kemur fram í yfirheyrslum en það blasir við að Birna fannst ekki vegna ábendingar frá þeim, heldur vegna skipulagðrar leitar,“ segir Grímur.Þyrla Landhelgisgæslunnar, með teymi frá gæslunni og tveimur sérhæfðum leitarmönnum frá Landsbjörg, fann Birnu um 1 leytið í gærdag. Birna fannst í fjörunni við Selvogsvita en talið er ólíklegt að henni hafi verið komið fyrir þar. „Það er lang líklegast að hún hafi verið sett einhversstaðar í sjó annars staðar og síðan hafi sjórinn borið hana þangað. Hvenær eða hvernig er það sem við erum núna að vinna að.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar var í sínu fyrsta flugi eftir strandlengju sunnanverðs Reykjanesskaga. Hingað til hefur þyrlan fyrst og fremst flogið yfir norðanverðan skagann en leitin færðist sunnar í gær. Teymið sem fann Birnu kemur til með að fá handleiðslu og andlega hjálp eins og venja er. Sérfræðingar frá Vegagerðinni vinna að því að reikna út sjávarstrauma síðustu daga til að fá úr því skorið hvar Birna var sett í sjóinn. Fyrir liggur að rauða Kia Rio bílaleigubílnum, sem mennirnir höfðu til umráða, var ekið um 300 kílómetra þann sólarhring sem mennirnir höfðu bílinn á leigu. Í dag kemur svo til landsins austurrískur réttarmeinalæknir, sem starfar mikið hér á landi.Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton BrinkHann kemur til með að kryfja lík Birnu við fyrsta tækifæri og kveða upp um dánarorsök hennar. Þá hefur lögregla fundið ökumann hvíta bílsins sem leitað var í vikunni. Hann hafði engar upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins. Grímur segist gríðarlega þakklátur og ánægður með allt það fólk sem hefur lagt hönd á plóg undanfarna viku við leitina að Birnu. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni tekur í sama streng: „Það er yndislegt hvernig öll samvinna hefur verið, bæði við fjölmiðla og alla aðra. Við erum Íslendingar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira