Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 19:20 Nokkrar leiðir eru að Selvogsvita en talið er að lík Birnu hafi fundist í fjörunni við vitann í dag. vísir/loftmyndir/garðar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu.Sjá einnig: Blaðamannafundur lögreglunnar í dag í heild sinni Maðurinn er annar tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu en hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Líkið fannst í fjörunni við Selvogsvita og segir Grímur að staðurinn passi við þann kílómetrafjölda sem lögreglan hafði reiknað út varðandi það hversu langt bílnum hefur verið ekið. „Þetta er ekki fjarri lagi því sem við vorum að reikna út og þess vegna var til dæmis þessi staður alveg inn í leitarskipulaginu í dag,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður um hvaða leiðir mennirnir gætu hafa farið að vitanum segir Grímur að í stórum dráttum séu bara tvær leiðir að vitanum og það sé efitr Suðurstrandarvegi úr hvorri áttinni en eins og sjá má á kortinu hér að ofan er hægt að koma að vitanum að austanverðu og svo í gegnum Grindavík eða Krísuvík að vestanverðu. Aðspurður hvort lögreglan hafi eitthvað myndefni undir höndum sem sýni rauðan Kia Rio-bíl á þessu svæði segir Grímur að lögreglan leiti nú myndefnis frá þeim slóðum þar sem Birna fannst. Hann bendir þó á að hafa verði í huga að mennirnir gætu hafa sett hana í sjóinn annars staðar en akkúrat á þessum stað. Greint var frá því fyrr í dag að blóð sem fannst í bílnum sé úr Birnu. Það styrkir grunsemdir lögreglu um að skipverjarnir beri ábyrgð á dauða hennar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu.Sjá einnig: Blaðamannafundur lögreglunnar í dag í heild sinni Maðurinn er annar tveggja sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu en hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Líkið fannst í fjörunni við Selvogsvita og segir Grímur að staðurinn passi við þann kílómetrafjölda sem lögreglan hafði reiknað út varðandi það hversu langt bílnum hefur verið ekið. „Þetta er ekki fjarri lagi því sem við vorum að reikna út og þess vegna var til dæmis þessi staður alveg inn í leitarskipulaginu í dag,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Aðspurður um hvaða leiðir mennirnir gætu hafa farið að vitanum segir Grímur að í stórum dráttum séu bara tvær leiðir að vitanum og það sé efitr Suðurstrandarvegi úr hvorri áttinni en eins og sjá má á kortinu hér að ofan er hægt að koma að vitanum að austanverðu og svo í gegnum Grindavík eða Krísuvík að vestanverðu. Aðspurður hvort lögreglan hafi eitthvað myndefni undir höndum sem sýni rauðan Kia Rio-bíl á þessu svæði segir Grímur að lögreglan leiti nú myndefnis frá þeim slóðum þar sem Birna fannst. Hann bendir þó á að hafa verði í huga að mennirnir gætu hafa sett hana í sjóinn annars staðar en akkúrat á þessum stað. Greint var frá því fyrr í dag að blóð sem fannst í bílnum sé úr Birnu. Það styrkir grunsemdir lögreglu um að skipverjarnir beri ábyrgð á dauða hennar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37
Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45