Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 11:27 Frá aðgerðum lögreglu í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld þegar togarinn kom aftur til hafnar. vísir/anton brink Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi en deildin fer með rannsókn beggja málanna. Alls voru þrír skipverjar af Polar Nanoq úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn fimmtudag, tveir í tveggja vikna varðhald vegna gruns um aðild að hvarfinu og einn fram á mánudag vegna gruns um að tengjast smyglinu. Fjórði skipverjinn var handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Birnu, en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Sá maður var látinn laus úr haldi strax á föstudeginum að sögn Gríms þar sem lögreglan taldi sig hafa sannað að maðurinn hefði ekki komið neitt að því að smygla efnunum.Tveir í einangrun Tveir menn sitja því nú í gæsluvarðhaldi, í einangrun á Litla-Hrauni. Skipverjarnir tveir voru upphaflega handteknir þegar sérsveitarmenn lögreglu fóru um borð í Polar Nanoq á hafi úti á miðvikudaginn. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og var úrskurðurinn úr héraðsdómi kærður til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan telji ekki að hvarf Birnu tengist fíkniefnunum á nokkurn hátt. Málin séu því algjörlega aðskilin þó þau séu rannsökuð hjá sömu deild. Þá segir hann jafnframt að maðurinn hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu; það að hann tengdist smyglinu kom upp síðar í rannsókn þess máls. Fíkniefnin eru metin á 228 milljónir króna sé miðað við götuverð á hassi í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Hassið gæti þó verið enn verðmætara í fámennari byggðalögum Grænlands.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hassið sem fannst í Polar Nanoq rúmlega 230 milljóna króna virði Verðmæti þess gæti þó verið meira í fámennari byggðalögum Grænlands. Grænlenski sjávarútvegsráðherrann hótar útgerðum þar í landi aðgerðum taki þær ekki á vandamálinu sem felst í fíkniefnasmygli áhafna skipa þeirra. 21. janúar 2017 18:59
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11