Donald Trump er fyrirferðamikill á forsíðum um heim allan eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna í gær að viðstöddu margmenni.
Stórritið Time birti í dag frétt þar sem búið er að taka saman fjöldamargar forsíður hvaðanæva að sem Trump prýðir en þeirra á meðal er forsíða Fréttablaðsins í morgun.
Forsíðan skartar mynd af forsetanum og fyrirsögninni „Boðar tíma aðgerða,“ líkt og sjá má hér að ofan.
Meðal annarra forsíðna sem rata í úttektina eru forsíður danska Politken, brasilíska El Pais og bresku stórblaðanna Independent og The Guardian.
Þær forsíður, og fleiri til, má sjá í úttekt Time með því að smella hér.
