Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:01 Hér má sjá björgunarsveitarmenn við skipulagningu nú í morgunsárið. Vísir Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00