Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:01 Hér má sjá björgunarsveitarmenn við skipulagningu nú í morgunsárið. Vísir Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00