Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 12:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur sem gert er ráð fyrir að hefjist á morgun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða eina stærstu leit sem fram hefur farið hér á landi í áraraðir. „Í dag erum við með fólk tilbúið til að bregðast við nýjum ábendingum ef þær koma en aðalverkefni dagsins er að skipuleggja umfangsmikla leit á suðvesturhorninu sem verður í gangi um helgina,“ segir Ásgeir í samtali vð Vísi. Hann segir jafnframt að Landhelgisgæslan hafi boðið lögreglu að nýta æfingaflug sem fer fram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun því leita eftir hádegi á Reykjanesi. „Við sem erum í aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu höfum óskað eftir því að allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu leggi til mannskap. Sú beiðni er nýfarin þannig að við erum ekki komin með neinn endanlegan fjölda ennþá. En það má búast við að það verði jafnvel einhver hundruð leitarmanna sem fara út á morgun, ef heimtur eru góðar,“ segir Ásgeir.Leitað í nær öll leitarúrræði á landinu Áhersla verður lögð á Suðvesturhornið og segir Ásgeir að nú sé verið að víkka út leitarsvæðið, en áður hefur áhersla verið lögð á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarðarhöfn og á Strandarheiði. „Við erum að leita í flest ef ekki öll leitarúrræði á landinu. Þetta er landleit sem við erum að leggja áherslu á á morgun og um helgina. Það eru hundar, fjórhjól, bílar og göngufólk. Þau leitar úrræði sem við höfum aðgang að. Mögulega þyrla og annað slíkt. Flygildin líka. Þetta er talsvert, þetta er örugglega stærsta leit sem hefur farið fram í áraraðir.“ Í dag verður leitin skipulögð í húsnæði Landsbjargar í Skógarhlíð. „Dagurinn í dag er bara skipulagsdagur. Við erum að vonast eftir því að fá marga leitarmenn þá ætlum við að reyna að hafa skipulagið gott. Það er fjöldi manna sem eru núna uppi í Skógarhlíð að teikna upp leitarsvæðið og úthluta verkefnum fyrir morgundaginn.“Vona að snjóleysi hjálpi Töluverður snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga en nú hefur hlýnað í veðri og snjórinn hefur minnkað. Ásgeir segist vona að það hjálpi til við leitina. „Vonandi hjálpar það til vegna þess að það var ekki snjór í höfuðborginni á laugardagsmorguninn síðasta þannig að það mun vonandi hjálpa til.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því að ökumenn bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði fari yfir myndefnið í þeirri von að það gagnist við leit að Birnu. Einvörðungu er átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. Janúar milli 7 og 11:30 og sýnir rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).Uppfært 17:30Rætt var við Þorstein G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, um leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við Þorstein í spilaranum hér fyrir ofan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Lögreglan óskar eftir aðstoð ökumanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ökumenn bifreiða, sem búa yfir myndavélabúnaði, yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 11:51
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45