Stjörnukonan Danielle Rodriguez varð um helgina fyrsti leikmaðurinn í Domino´s deild kvenna í vetur til að ná því skila þrennu í tveimur leikjum í röð.
Danielle var reyndar nálægt fernunni í leik á móti Val en hana vantaði einungis tvö varin skot. Danielle endaði leikinn með 25 stig, 11 fráköst, 10 stoðsendingar, 8 varin skot og 4 stolna bolta.
Fjórum dögum fyrr var Danielle Rodriguez með þrennu í sigurleik á móti Njarðvík. Hún var þá með 24 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Stjarnan vann þann leik 80-59.
Það sem er athyglisvert við þessar frábæru tölur er að pabbi Danielle Rodriguez, Daniel Rodriguez, var einmitt staddur á Íslandi í þessari viku og sá stelpuna sína því heldur betur fara á kostum í þessum tveimur leikjum.
Danielle Rodriguez hefur alls verið með þrjár þrennur í Domino´s deildinni í vetur og var að auki með eina í bikarnum. Hún var síðan tvisvar ótrúlega nálægt þrennunni en í annað skiptið vantað hana vara eina stoðsendingu en í hitt skiptið vantaði hans bara einn stolinn bolta.
Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu Danielle Rodriguez í Domino´s deildinni í vetur. Hún er í 1. sæti í stoðsendingum (6,1 í leik), 2. sæti í stolnum boltum (3,3) og vörðum skotum (2,0), 4. sæti í fráköstum (10,8 í leik) og framlagi (27.3) og er svo í 6. sæti í stigaskori (21,1 í leik).
Danielle Rodriguez fær tækifæri í kvöld til að ná þrennu í þriðja leiknum í röð þegar Stjarnan tekur á móti Snæfelli í Ásgarði en í kvöld fer fram heil umferð í Domino´s deild kvenna.
Pabbi hennar kom til Íslands og sá tvær þrennur hjá stelpunni sinni á fjórum dögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
