Grindavíkurkonur í sömu vandræðum og Valskarlarnir voru fyrr í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2017 16:00 Ingunn Embla Kristínardóttir og félagar í Grindavík hafa spilað án bandarísks leikmanns frá áramótum. Vísir/Stefán Íslensk félög hafa mörg lent í vandræðum að undanförnum með að fá keppnisleyfi fyrir bandarísku leikmennina sína og síðasta félagið í vandræðum er kvennalið Grindavíkur. Hin bandaríska Angela Rodriguez var fengin til liðsins til að leysa af Ashley Grimes eftir að Grimes tilkynnti óvænt rétt fyrir áramót að hún myndi ekki koma aftur til Íslands. Angela Rodriguez er löngu komin til landsins en Grindavík hefur ekki enn fengið keppnisleyfi fyrir hana. Angela hefur þurft að horfa á síðustu leiki Grindavíkur sem allir hafa tapast. „Við erum að bíða eftir að fá þýskt sakavottorð sem þarf að fylgja atvinnuleyfisumsókn Rodriguez, en hún spilaði í þýsku deildinni tímabilið 2015-2016,“ segir Lórenz Óli Ólason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir. Það er því enn óvíst hvort að Angela Rodriguez verði búin að fá leyfi fyrir næsta leik sem er á heimavelli á móti Val annað kvöld. Valsmenn lentu í sömu vandræðum með bandaríska leikmann karlaliðsisn en Urald King fékk ekki keppnisleyfi í fyrstu leikjum tímabilsins vegna þess að Valsmenn þurftu að bíða eftir sakavottorði frás Þýskalandi. Urald King missti alls af sex deildarleikjum Valsmanna en Valsliðið hefur síðan unnið 11 af 12 leikjum sínum í deild og bikar síðan að hann fékk loksins keppnisleyfi sitt. Þjóðverjarnir tóku sér góðan tíma í að senda sakavottorðið til Íslands og endurtaka nú leikinn í máli Angelu Rodriguez. Nú er að sjá hvernig gengur hjá KR-ingum að fá leyfi fyrir nýja Bandaríkjamanninn sinn P.J. Alawoya sem á það sameiginlegt með Angelu Rodriguez og Urald King að hafa spilað í Þýskalandi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Íslensk félög hafa mörg lent í vandræðum að undanförnum með að fá keppnisleyfi fyrir bandarísku leikmennina sína og síðasta félagið í vandræðum er kvennalið Grindavíkur. Hin bandaríska Angela Rodriguez var fengin til liðsins til að leysa af Ashley Grimes eftir að Grimes tilkynnti óvænt rétt fyrir áramót að hún myndi ekki koma aftur til Íslands. Angela Rodriguez er löngu komin til landsins en Grindavík hefur ekki enn fengið keppnisleyfi fyrir hana. Angela hefur þurft að horfa á síðustu leiki Grindavíkur sem allir hafa tapast. „Við erum að bíða eftir að fá þýskt sakavottorð sem þarf að fylgja atvinnuleyfisumsókn Rodriguez, en hún spilaði í þýsku deildinni tímabilið 2015-2016,“ segir Lórenz Óli Ólason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir. Það er því enn óvíst hvort að Angela Rodriguez verði búin að fá leyfi fyrir næsta leik sem er á heimavelli á móti Val annað kvöld. Valsmenn lentu í sömu vandræðum með bandaríska leikmann karlaliðsisn en Urald King fékk ekki keppnisleyfi í fyrstu leikjum tímabilsins vegna þess að Valsmenn þurftu að bíða eftir sakavottorði frás Þýskalandi. Urald King missti alls af sex deildarleikjum Valsmanna en Valsliðið hefur síðan unnið 11 af 12 leikjum sínum í deild og bikar síðan að hann fékk loksins keppnisleyfi sitt. Þjóðverjarnir tóku sér góðan tíma í að senda sakavottorðið til Íslands og endurtaka nú leikinn í máli Angelu Rodriguez. Nú er að sjá hvernig gengur hjá KR-ingum að fá leyfi fyrir nýja Bandaríkjamanninn sinn P.J. Alawoya sem á það sameiginlegt með Angelu Rodriguez og Urald King að hafa spilað í Þýskalandi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira