Armar Vinnulyftur taka við Genie-umboðinu á Íslandi 31. janúar 2017 14:00 Armar Vinnulyftur tóku við Genie-umboðinu af Heimi og Lárusi sf. en fyrirtækin hafa átt í góðu samstarfi í gegnum árin. Hér eru frá vinstri Lárus Lárusson, Auðunn S. Guðmundsson , Kristján Heimir Lárusson og Pétur Bjarnason. MYNDIR/GVA Armar Vinnulyftur hafa tekið við umboðinu fyrir Genie-lyftur á Íslandi en Genie er annar tveggja stærstu lyftuframleiðenda heims. Armar taka við umboðinu af Heimi og Lárusi sf. en þeir hafa haft umboðið í fjórtán ár. Genie eru traustar vélar sem henta í allan iðnað.Ævar Þór Ólafsson, umsjónamaður tækjaleigu, segir sama um hvaða framkvæmd er að ræða. Genie er alltaf með rétta vél í verkið.Genie-lyftur fögnuðu 50 ára afmæli sínu á síðasta ári. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum en er starfrækt um allan heim. Merkið er þekkt fyrir traustar vélar sem henta í allan iðnað og hafa reynst sérlega vel við krefjandi aðstæður á Íslandi, þar sem allra veðra er von. Vélarnar henta í stór sem smá verkefni, bæði inni og úti. „Það er í raun sama um hvaða framkvæmd er að ræða. Genie er alltaf með rétta vél í verkið, segir Ævar Þór Ólafsson, umsjónarmaður tækjaleigu. Armar Vinnulyftur og Heimir og Lárus sf. hafa að sögn Auðuns S. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Arma, átt í nánu og farsælu samstarfi til fjölda ára. „Við fögnum því að hafa náð samningum. Genie hafa verið mest seldu lyftur á Íslandi síðastliðinn áratug og með því að taka við umboðinu aukum við vöruframboð okkar umtalsvert,“ segir Auðunn. „Samstarf fyrirtækjanna hefur verið með eindæmum gott í gegnum tíðina og það gleður okkur að mál skuli hafa þróast þannig að Armar taki við Genie,“ segir Lárus Lárusson, hjá Heimi og Lárusi sf.Bjarni Þorgilsson, yfirmaður viðgerða og varahluta, segir mikinn metnað lagðan í viðhald og endurnýjun þeirra tækja sem eru til leigu.Tækjafloti Arma Vinnulyfta er að sögn Auðuns kominn í rúmlega fjögur hundruð tæki og samanstendur af skæralyftum, spjótlyftum, lyfturum, skotbómulyfturum, rafstöðvum og öðrum smærri tækjum sem tengjast byggingariðnaði og öðrum framkvæmdum. Tækin eru ýmist til sölu eða leigu. „Við erum með ríkulegt úrval af nýjum tækjum til sölu en auk þess erum við með stærsta flota vinnulyfta á Íslandi til leigu,“ segir Auðunn. Bjarni Þorgilsson, yfirmaður viðgerða og varahluta, segir mikinn metnað lagðan í viðhald og endurnýjun þeirra tækja sem eru til leigu sem tryggi áreiðanlegar vélar í öll verk. „Þá eigum við alla helstu varahluti Genie á lager. Sé hluturinn ekki til hjá okkur erum við auk þess með hraðsendingarþjónustu frá miðlægum lager Genie í Hollandi sem gerir það að verkum að við getum ávallt boðið upp á hraða og örugga viðhaldsþjónustu.“ Að sögn Auðuns hafa Armar Vinnulyftur yfir að ráða reyndu starfsfólki sem hefur mikla þekkingu á öllum gerðum Genie véla. „Það tryggir ekki síður skjóta bilanagreiningu og viðgerðir. Umfram allt leggjum við okkur fram um að veita góða og heiðarlega þjónustu og besta mögulega tækjakost.“ Armar Vinnulyftur eru til húsa að Kaplahrauni 2-4. Allar nánari upplýsingar er að finna á armar.isGenie er annar tveggja stærstu lyftuframleiðenda heims. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Armar Vinnulyftur hafa tekið við umboðinu fyrir Genie-lyftur á Íslandi en Genie er annar tveggja stærstu lyftuframleiðenda heims. Armar taka við umboðinu af Heimi og Lárusi sf. en þeir hafa haft umboðið í fjórtán ár. Genie eru traustar vélar sem henta í allan iðnað.Ævar Þór Ólafsson, umsjónamaður tækjaleigu, segir sama um hvaða framkvæmd er að ræða. Genie er alltaf með rétta vél í verkið.Genie-lyftur fögnuðu 50 ára afmæli sínu á síðasta ári. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum en er starfrækt um allan heim. Merkið er þekkt fyrir traustar vélar sem henta í allan iðnað og hafa reynst sérlega vel við krefjandi aðstæður á Íslandi, þar sem allra veðra er von. Vélarnar henta í stór sem smá verkefni, bæði inni og úti. „Það er í raun sama um hvaða framkvæmd er að ræða. Genie er alltaf með rétta vél í verkið, segir Ævar Þór Ólafsson, umsjónarmaður tækjaleigu. Armar Vinnulyftur og Heimir og Lárus sf. hafa að sögn Auðuns S. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Arma, átt í nánu og farsælu samstarfi til fjölda ára. „Við fögnum því að hafa náð samningum. Genie hafa verið mest seldu lyftur á Íslandi síðastliðinn áratug og með því að taka við umboðinu aukum við vöruframboð okkar umtalsvert,“ segir Auðunn. „Samstarf fyrirtækjanna hefur verið með eindæmum gott í gegnum tíðina og það gleður okkur að mál skuli hafa þróast þannig að Armar taki við Genie,“ segir Lárus Lárusson, hjá Heimi og Lárusi sf.Bjarni Þorgilsson, yfirmaður viðgerða og varahluta, segir mikinn metnað lagðan í viðhald og endurnýjun þeirra tækja sem eru til leigu.Tækjafloti Arma Vinnulyfta er að sögn Auðuns kominn í rúmlega fjögur hundruð tæki og samanstendur af skæralyftum, spjótlyftum, lyfturum, skotbómulyfturum, rafstöðvum og öðrum smærri tækjum sem tengjast byggingariðnaði og öðrum framkvæmdum. Tækin eru ýmist til sölu eða leigu. „Við erum með ríkulegt úrval af nýjum tækjum til sölu en auk þess erum við með stærsta flota vinnulyfta á Íslandi til leigu,“ segir Auðunn. Bjarni Þorgilsson, yfirmaður viðgerða og varahluta, segir mikinn metnað lagðan í viðhald og endurnýjun þeirra tækja sem eru til leigu sem tryggi áreiðanlegar vélar í öll verk. „Þá eigum við alla helstu varahluti Genie á lager. Sé hluturinn ekki til hjá okkur erum við auk þess með hraðsendingarþjónustu frá miðlægum lager Genie í Hollandi sem gerir það að verkum að við getum ávallt boðið upp á hraða og örugga viðhaldsþjónustu.“ Að sögn Auðuns hafa Armar Vinnulyftur yfir að ráða reyndu starfsfólki sem hefur mikla þekkingu á öllum gerðum Genie véla. „Það tryggir ekki síður skjóta bilanagreiningu og viðgerðir. Umfram allt leggjum við okkur fram um að veita góða og heiðarlega þjónustu og besta mögulega tækjakost.“ Armar Vinnulyftur eru til húsa að Kaplahrauni 2-4. Allar nánari upplýsingar er að finna á armar.isGenie er annar tveggja stærstu lyftuframleiðenda heims.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira