Honda og GM þróa saman vetnisdrifbúnað Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 09:44 Samstarf General Motors og Honda handsalað og vonandi styttist í ódýrari vetnisbíla fyrir vikið. Margir bílaframleiðendur horfa mjög til vetnis sem framtíðarorkugjafa bíla sinna og mikið er fjárfest í þróun þeirra þessa dagana. Meðal þeirra eru Honda og General Motors, sem tekið hafa höndum saman við þróun á vetnisdrifrás í bíla sína. Þetta hafa fyrirtækin reyndar gert í 3 ár og markmiðið er að þróa ódýrari vetnisdrifrás en áður þekkist til fjöldaframleiðslu í báðum fyrirtækjunum. Honda og GM hafa sett umtalsvert fé í þessa þróun og nú 85 milljónir dollara í viðbót í þetta verkefni, eða um 10 milljarða króna. Fjárfestingin nú kallar á 100 ný störf og verða þau til í Bandaríkjunum. Honda hefur nú þegar sett á markað vetnisbílinn Honda Clarity FCV og er vetnisdrifrásin í honum flóknari en í þeirri sem Honda og GM eru að þróa nú. Sú nýja verður af einfaldari gerð og með færri íhlutum. Ódýrara verður að framleiða hana, en hún er ámóta fyrirferðamikil. Þessi þróun ætti að leiða til lægra verðs vetnisbíla Honda og GM, en fram að þessu hafa vetnisbílar verið fremur dýrir. Munurinn á Honda og GM er sá að Honda hefur hafið sölu á vetnisbílum en GM ekki. GM er hinsvegar aðeins að hugsa út fyrir boxið með vetnisdrifbúnaðinn og horfir einnig til flugvéla og báta hvað drifrásina varðar. Helsti þröskuldurinn við uppbyggingu vetnisbílaflota er einna helst talinn í vandanum við dreifingu á eldsneytinu í bílana. Uppbyggingin mun þó vafalaust eiga sér stað hratt, því margir hafa trú á framtíð vetnisbíla. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent
Margir bílaframleiðendur horfa mjög til vetnis sem framtíðarorkugjafa bíla sinna og mikið er fjárfest í þróun þeirra þessa dagana. Meðal þeirra eru Honda og General Motors, sem tekið hafa höndum saman við þróun á vetnisdrifrás í bíla sína. Þetta hafa fyrirtækin reyndar gert í 3 ár og markmiðið er að þróa ódýrari vetnisdrifrás en áður þekkist til fjöldaframleiðslu í báðum fyrirtækjunum. Honda og GM hafa sett umtalsvert fé í þessa þróun og nú 85 milljónir dollara í viðbót í þetta verkefni, eða um 10 milljarða króna. Fjárfestingin nú kallar á 100 ný störf og verða þau til í Bandaríkjunum. Honda hefur nú þegar sett á markað vetnisbílinn Honda Clarity FCV og er vetnisdrifrásin í honum flóknari en í þeirri sem Honda og GM eru að þróa nú. Sú nýja verður af einfaldari gerð og með færri íhlutum. Ódýrara verður að framleiða hana, en hún er ámóta fyrirferðamikil. Þessi þróun ætti að leiða til lægra verðs vetnisbíla Honda og GM, en fram að þessu hafa vetnisbílar verið fremur dýrir. Munurinn á Honda og GM er sá að Honda hefur hafið sölu á vetnisbílum en GM ekki. GM er hinsvegar aðeins að hugsa út fyrir boxið með vetnisdrifbúnaðinn og horfir einnig til flugvéla og báta hvað drifrásina varðar. Helsti þröskuldurinn við uppbyggingu vetnisbílaflota er einna helst talinn í vandanum við dreifingu á eldsneytinu í bílana. Uppbyggingin mun þó vafalaust eiga sér stað hratt, því margir hafa trú á framtíð vetnisbíla.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent