Emil Hallfreðs um pistil eiginkonunnar: Ef hún hefur sagt þetta þá er eitthvað til í þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Emil Hallfreðsson. Vísir/EPA Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Udinese hefur verið að gera það gott með liði sínu á Ítalíu í vetur og lagði upp eitt marka liðsins í sigri á AC Milan. Emil var í viðtali í Akraborginni og var að sjálfsögðu ánægður með lífið á Ítalíu eftir frábæran sigur á risunum í AC Milan. „Þetta er mjög skemmtilegt og þá sérstaklega eftir gærdaginn. Mánudaginn er alltaf mjög góður þegar maður er búinn að vinna leik á sunnudeginum,“ sagði Emil. „Við unnum AC Milan líka á San Siro í fyrri umferðinni og það er sterkt hjá okkur að vera búnir að taka sex stig á móti AC Milan í ár“ sagði Emil. Ítalski fótboltinn er ekki í sjónvarpinu á Íslandi og því vita ekki margir hvernig Emil er að spila. En hvernig hefur gengið hjá honum á þessu tímabili? „Ég get ekki verið að segja það sjálfur að ég hafi verið frábær. Þú verður bara einhvern veginn að komast að því hvort ég hef getað eitthvað eða ekki,“ sagði Emil. „Ég er alltaf búinn að spila ef ég hef verið heill og það hefur þannig séð gengið vel. Við erum í tíunda sæti sem er bara allt í lagi. Liðinu er búið að ganga ágætlega að það er það sem skiptir öllu mál,“ sagði Emil. „Ég lenti tvisvar í smá meiðslum og einmitt í kringum landsleikjahléin. Þá missti ég af þessum sjö leikjum sem ég hef misst af. Ég var tvisvar frá í þrjár vikur en fyrir utan það er ég alltaf búinn að spila. Það skiptir öllu máli að fá að spila,“ sagði Emil en er mikill munur á Udinese og hans gamla félagi í Hellas Verona? „Udinese er mun stærri klúbbur og hafa alltaf verið frekar ofarlega. Þeir eru líka með meiri peninga á milli handanna. Það er meira í gangi hérna fótboltalega séð en þetta eru báðir flottir klúbbar að mínu mati og báðir með mikið af áhorfendum á leikjum. Udinese er samt einu númeri stærra,“ sagði Emil. Eiginkona hans skrifaði pistil á dögunum þar sem hún benti á að það væri kannski minna fylgst með þér í tilefni væru til. Hvað fannst Emil sjálfum um það? „Hún er búinn að vera minn stuðningsmaður númer eitt síðustu tíu árin og það er henni að þakka hvert ég er kominn í dag. Ef hún hefur sagt þetta þá er eitthvað til í þessu. Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi en það er heldur ekki eins og við séum að missa einhvern svefn yfir þessu,“ sagði Emil. „Það er bara skrýtið ef að maður er að fara spila á móti Juve eða AC Milan og það veit eiginlega enginn af því. Það er Íslendingur að spila viku eftir viku á móti þessum flottu klúbbum,“ sagði Emil. „Ég held að það sé þannig að fjölmiðlar á Íslandi hafi mikil áhrif. Ef að einhver ákveðin nöfn eru að koma endalaust upp þá síast það inn hjá fólki,“ sagði Emil. „Hafa Pepsi-deildar mörkin aldrei komið einhverjum manni inn í hóp hjá landsliðinu? Hefur Maggi Gylfa ekki verið að hrauna yfir menn eða hrósa mönnum og komið þeim einhversstaðar inn? Ég segi svona. Ég held að menn taki mark á því sem sagt er í fjölmiðlum og það hjálpar oft mikið. Hrósið hjálpar mikið eins og það skemmir þegar hraunað er yfir mann,“ sagði Emil. Það má heyra allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar í úrvalsliði VG Blaðamenn VG völdu þrjá leikmenn og þjálfara íslenska landsliðsins í úrvalslið Norðurlandaþjóðanna árið 2016 en aðeins einn Norðmaður kemst á varamannabekkinn. 1. janúar 2017 13:45 Emil lagði upp mark í sigri á AC Milan Emil Hallfreðsson lagði upp fyra mark Udinese í 2-1 sigri á AC Milan á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 29. janúar 2017 16:01 Roma hafði betur gegn Emil og félögum Sex leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna fínan sigur Roma á Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese. Leikurinn fór 1-0 og var spilaður í Udinese. 15. janúar 2017 16:26 Emil byrjaði í tapi Udinese Emil Hallfreðsson lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Udinese sem tapaði 1-0 fyrir Empoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 22. janúar 2017 15:40 Fyrsta tap Udinese í einn og hálfan mánuð Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska úrvalsdeildarliðinu töpuðu á grátlegan hátt fyrir Inter á heimavelli í dag. Lokatölur 1-2, Inter í vil. 8. janúar 2017 13:55 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Udinese hefur verið að gera það gott með liði sínu á Ítalíu í vetur og lagði upp eitt marka liðsins í sigri á AC Milan. Emil var í viðtali í Akraborginni og var að sjálfsögðu ánægður með lífið á Ítalíu eftir frábæran sigur á risunum í AC Milan. „Þetta er mjög skemmtilegt og þá sérstaklega eftir gærdaginn. Mánudaginn er alltaf mjög góður þegar maður er búinn að vinna leik á sunnudeginum,“ sagði Emil. „Við unnum AC Milan líka á San Siro í fyrri umferðinni og það er sterkt hjá okkur að vera búnir að taka sex stig á móti AC Milan í ár“ sagði Emil. Ítalski fótboltinn er ekki í sjónvarpinu á Íslandi og því vita ekki margir hvernig Emil er að spila. En hvernig hefur gengið hjá honum á þessu tímabili? „Ég get ekki verið að segja það sjálfur að ég hafi verið frábær. Þú verður bara einhvern veginn að komast að því hvort ég hef getað eitthvað eða ekki,“ sagði Emil. „Ég er alltaf búinn að spila ef ég hef verið heill og það hefur þannig séð gengið vel. Við erum í tíunda sæti sem er bara allt í lagi. Liðinu er búið að ganga ágætlega að það er það sem skiptir öllu mál,“ sagði Emil. „Ég lenti tvisvar í smá meiðslum og einmitt í kringum landsleikjahléin. Þá missti ég af þessum sjö leikjum sem ég hef misst af. Ég var tvisvar frá í þrjár vikur en fyrir utan það er ég alltaf búinn að spila. Það skiptir öllu máli að fá að spila,“ sagði Emil en er mikill munur á Udinese og hans gamla félagi í Hellas Verona? „Udinese er mun stærri klúbbur og hafa alltaf verið frekar ofarlega. Þeir eru líka með meiri peninga á milli handanna. Það er meira í gangi hérna fótboltalega séð en þetta eru báðir flottir klúbbar að mínu mati og báðir með mikið af áhorfendum á leikjum. Udinese er samt einu númeri stærra,“ sagði Emil. Eiginkona hans skrifaði pistil á dögunum þar sem hún benti á að það væri kannski minna fylgst með þér í tilefni væru til. Hvað fannst Emil sjálfum um það? „Hún er búinn að vera minn stuðningsmaður númer eitt síðustu tíu árin og það er henni að þakka hvert ég er kominn í dag. Ef hún hefur sagt þetta þá er eitthvað til í þessu. Það er engin umfjöllun um ítalska boltann á Íslandi en það er heldur ekki eins og við séum að missa einhvern svefn yfir þessu,“ sagði Emil. „Það er bara skrýtið ef að maður er að fara spila á móti Juve eða AC Milan og það veit eiginlega enginn af því. Það er Íslendingur að spila viku eftir viku á móti þessum flottu klúbbum,“ sagði Emil. „Ég held að það sé þannig að fjölmiðlar á Íslandi hafi mikil áhrif. Ef að einhver ákveðin nöfn eru að koma endalaust upp þá síast það inn hjá fólki,“ sagði Emil. „Hafa Pepsi-deildar mörkin aldrei komið einhverjum manni inn í hóp hjá landsliðinu? Hefur Maggi Gylfa ekki verið að hrauna yfir menn eða hrósa mönnum og komið þeim einhversstaðar inn? Ég segi svona. Ég held að menn taki mark á því sem sagt er í fjölmiðlum og það hjálpar oft mikið. Hrósið hjálpar mikið eins og það skemmir þegar hraunað er yfir mann,“ sagði Emil. Það má heyra allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Þrír Íslendingar í úrvalsliði VG Blaðamenn VG völdu þrjá leikmenn og þjálfara íslenska landsliðsins í úrvalslið Norðurlandaþjóðanna árið 2016 en aðeins einn Norðmaður kemst á varamannabekkinn. 1. janúar 2017 13:45 Emil lagði upp mark í sigri á AC Milan Emil Hallfreðsson lagði upp fyra mark Udinese í 2-1 sigri á AC Milan á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 29. janúar 2017 16:01 Roma hafði betur gegn Emil og félögum Sex leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna fínan sigur Roma á Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese. Leikurinn fór 1-0 og var spilaður í Udinese. 15. janúar 2017 16:26 Emil byrjaði í tapi Udinese Emil Hallfreðsson lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Udinese sem tapaði 1-0 fyrir Empoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 22. janúar 2017 15:40 Fyrsta tap Udinese í einn og hálfan mánuð Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska úrvalsdeildarliðinu töpuðu á grátlegan hátt fyrir Inter á heimavelli í dag. Lokatölur 1-2, Inter í vil. 8. janúar 2017 13:55 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Þrír Íslendingar í úrvalsliði VG Blaðamenn VG völdu þrjá leikmenn og þjálfara íslenska landsliðsins í úrvalslið Norðurlandaþjóðanna árið 2016 en aðeins einn Norðmaður kemst á varamannabekkinn. 1. janúar 2017 13:45
Emil lagði upp mark í sigri á AC Milan Emil Hallfreðsson lagði upp fyra mark Udinese í 2-1 sigri á AC Milan á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 29. janúar 2017 16:01
Roma hafði betur gegn Emil og félögum Sex leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna fínan sigur Roma á Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese. Leikurinn fór 1-0 og var spilaður í Udinese. 15. janúar 2017 16:26
Emil byrjaði í tapi Udinese Emil Hallfreðsson lék fyrstu 63 mínúturnar fyrir Udinese sem tapaði 1-0 fyrir Empoli á útivelli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. 22. janúar 2017 15:40
Fyrsta tap Udinese í einn og hálfan mánuð Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska úrvalsdeildarliðinu töpuðu á grátlegan hátt fyrir Inter á heimavelli í dag. Lokatölur 1-2, Inter í vil. 8. janúar 2017 13:55