Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. janúar 2017 18:42 Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“ Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“
Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira