Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Hulda Hólmkelsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. janúar 2017 18:42 Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“ Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. Meðal annars hafa dvalar- og atvinnuleyfi þeirra sem þegar höfðu varanlega áritun, verið afturkölluð. Tilskipunin olli nær þegar í stað usla á mörgum flugvöllum í Bandaríkjunum og mótmælt hefur verið víða um landið. Donald Trump vísaði því á bug í dag að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum og sagði þau vandamál sem komið hefðu upp hefðu meðal annars verið vegna bilunar í kerfis flugfélagsins Delta. Í opinberri heimsókn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til Bandaríkjanna í síðustu viku bauð hún Bandaríkjaforseta í opinbera heimsókn til Bretlands. Nú hafa hins vegar Bretar risið upp á afturlappirnar, en meira en ein milljón manns hafa skrifað undir beiðni þess efnis að yfirvöld hætti við að bjóða Donald Trump til landsins. Stjórnvöld víða um heim hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur borist ein ábending um fyrirhugaða ferð eins íslendings með tvöfalt ríkisfangs til Bandaríkjana. Sú ferð gæti fallið undir tilskipun Bandaríkjaforseta. Ráðuneytið er að afla upplýsinga um framkvæmd tilskipunarinnar og hvort umræddum einstaklingi kunni að vera vísað frá Bandaríkjunum. Utanríkisnefnd Alþingis hefur óskað eftir fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna málsins á fimmtudag en íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa fordæmt tilskipun Bandaríkjaforseta.Efast um að tilskipunin skili árangri Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, segir tilskipunina dapurlega. „Mér finnst þessi tilskipun sem forsetinn hefur gefið út vera dapurleg, gefa dapurlegt vitni þeirri stefnu sem hann vill taka í þessu máli. Þetta er algjörlega ný stefna sem við höfum ekki áður mátt kynnast hjá Bandaríkjamönnum og er þveröfug við það sem við Íslendingar erum að gera á sama tíma,“ segir Bjarni. „Ég hef efasemdir um að þetta sé líklegt til að skila árangri í baráttunni gegn hryðjuverkum sem að þjóðir vilja starfa saman að að hindra. Sömuleiðis hlýtur maður að fordæma það að fólk af ákveðnum trúarbrögðum, af ákveðnum uppruna sé allt sett á sömu hilluna þegar kemur að reglum sem Bandaríkjamenn vilja setja sér í þessum efnum. Mér finnst þessi tilskipun miklu frekar lýsa uppgjöf heldur en því að menn séu að taka stjórn á ástandinu.“ Bjarni segir að íslensk stjórnvöld komi til með að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. „Við lítum þannig á að það sé sameiginlegt hlutverk þjóða að vinna að leiðum til að berjast gegn ógninni sem okkur stafar af hryðjuverkum. Við höfum því miður mörg tiltölulega nýleg dæmi þess, jafnvel í nágrannalöndum okkar, að hryðjuverk eiga sér stað og það er engin spurning um að sú ógn er vaxandi í Evrópu og víðar í heiminum en það er samstarf sem skiptir mestu þar, upplýsingaskipti og þar fram eftir götunum, en ekki einangrun og að loka sig af og að flokka fólk eftir trúarbrögðum eða uppruna.“
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira