Drög að frumvarpi um rafrettur: Bannaðar innan átján, bannað að auglýsa og notkun í almannarými takmörkuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 21:00 Frumvarp um rafrettur felur í raun í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir. vísir/getty Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð. Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í drögum að frumvarpi um rafsígarettur sem kynnt verða á vef velferðarráðuneytisins á næstu dögum er meðal annars gert ráð fyrir því að bannað verði að selja fólki yngri en 18 ára vöruna og að bannað verði að auglýsa hana. Frumvarpið felur í sér breytingu á lögum um tóbaksvarnir þar sem rafrettur verða felldar undir þann lagabálk að því er fram kemur á þingmálalista nýrrar ríkisstjórnar en það er Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, sem leggur frumvarpið fram. Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um frumvarpið kemur fram að í drögum þess sé gert ráð fyrir að sömu ákvæði gildi að mestu um sölu á rafrettum og sígarettum.Upplýsingar um skaðsemi á umbúðum Samkvæmt drögum frumvarpsins verður notkun rafrettna takmörkuð í almannarými líkt og notkun sígarettna, en samkvæmt núgildandi lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreykingar óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga-og skemmtistöðum. Þá er kveðið á um að hafa viðvaranir um skaðsemi vörunnar á umbúðum rafrettna, líkt og kveðið er á um um tóbak, auk þess sem kveðið er á um að á umbúðunum séu sérstakar upplýsingar um innihald vörunnar, til að mynda um magn nikótíns og önnur mögulega skaðleg efni. Í drögum að frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að takmörk verði á því hversu mikið magn má selja í einu en þó mega hylkin í rafrettum ekki innihalda meira en 10 millilítra. Þá má kaupa áfyllingar og fleiri en eina einingu í einu, líkt og með sígarettupakka.Getur tekið breytingum með tilliti til umsagna Í núverandi lögum um tóbaksvarnir er ákvæði um fræðslumál til að draga úr notkun á sígarettum og öðru tóbaki en í drögum að frumvarpi um rafrettur er ekki gert ráð fyrir slíku ákvæði. Frumvarp um rafrettur er lagt fram til að setja heildstæðan ramma utan um sölu, neyslu og annað tengt vörunni. Þá verður það einnig til þess að innleiða að hluta tilskipun Evrópusambandsins varðandi rafrettur en í henni eru ýmis ákvæði sem setja til dæmis kvaðir á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila. Rétt er að árétta að um fyrstu drög að frumvarpinu er að ræða og getur það tekið breytingum með tilliti til umsagna sem kunna að berast. Líkt og áður segir verður það birt á vef ráðuneytisins á næstu dögum til kynningar og umsagnar og þá hefur það verið sent í tæknilegt kynningarferli innan ESB eins og skylt er að gera. Að því loknu fer frumvarpið svo í hefðbundið ferli til ríkisstjórnar og í þinglega meðferð.
Rafrettur Tengdar fréttir Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30 Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00 Bubbi varar við rafsígarettum Telur þá sem selja slíkan varning siðlausa. 12. október 2016 17:56 Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vilja reglur um rafrettur Þótt rafrettur geti verið hjálplegar er full ástæða til að setja reglur um sölu þeirra að mati Krabbameinsfélagsins. 20. febrúar 2016 20:30
Rafrettur: hræðslublaðran sprengd Í fyrri greinum hefur verið lögð fram besta vitneskja vísindanna og varað við mjög svo skaðlegri þróun hér á landi vegna fyrirhugaðrar upptöku á tilskipun Evrópusambandsins (EU) sem byggir á tilmælum frá WHO 21. apríl 2016 07:00
Læknar segja að gefa eigi reykingamönnum rafsígarettur Breskir læknar segja rafsígarettur vera mun heilsusamlegri en hefðbundnar sígarettur og þær hjálpi reykingamönnum að hætta. 28. apríl 2016 07:54