Hörður fékk fjölmiðlaverðlaun KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2017 13:47 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri, með Herði. Mynd/KSÍ Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “ Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá 365, fékk í dag fjömiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands. Í umsögn KSÍ segir að Hörður hafi um árabil flutt fréttir af knattspyrnu og lýst fjölda leikja í beinni útsendingu. Þá hefur hann undanfarin ár stýrt markaþætti deildarinnar, Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport, sem hefur skipað sér sess sem ómissandi hluti af umfjöllun fjölmiðla um íslenska knattspyrnu. „Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum,“ segir í tilkynningu KSÍ sem má lesa alla í heild sinni hér fyrir neðan. Sjónvarp Símans fékk einnig fjölmiðlaverðlaun frá KSÍ fyrir umfjöllun sína um úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar og þá fékk Tólfan jafnréttisverðlaun sambandsins.Mynd/KSÍMynd/KSÍ„Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Hörður Magnússon Hörður Magnússon hefur um áralangt skeið flutt fréttir sem tengjast knattspyrnu sem og lýst ógrynni leikja í beinni útsendingu og séð um markaþætti úr fótboltanum. Á undanförnum árum hefur umfang og fagmennska í kringum beinar útsendingar og markaþætti stóraukist og hefur Hörður átt stóran þátt í að auka veg og vanda fótboltans með óeigingjarnri vinnu sinni hjá 365-miðlum. Hörður átti sjálfur glæsilegan feril á knattspyrnuvellinum en hann lék á sínum tíma með FH og Val en í 264 leikjum skoraði hann 143 mörk. Hörður lék einnig 9 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði þar eitt mark.Fjölmiðlaverðlaun KSÍ 2016Sjónvarp Símans Sjónvarp Símans tryggði sér útsendingarrétt á úrslitakeppni EM karla sem fram fór í Frakklandi. Strax frá upphafi var ljóst að mikill metnaður var lagður í að gera upplifun áhorfenda sem besta og skilaði gott gengi landsliðsins sér heim í stofu á heimili landsmanna með lifandi og skemmtilegri nálgun hjá Sjónvarpi Símans. Þorsteinn J. sá um vandaða þætti um mótið, sem flestir voru í beinni útsendingu, og enginn mun gleyma stórkostlegum lýsingum Guðmundar Benediktssonar frá leikjum Íslands á mótinu. Sjónvarp Símans tók þátt í EM-torginu en þar gátu allir sem vildu horft á leiki frá EM á risaskjá en svo miklar voru vinsældirnar að EM-torgið var fært í þrígang á Arnarhól til að allir gætu upplifað EM ævintýrið í Frakklandi.Jafnréttisverðlaun KSÍ 2016Tólfan Stuðningssveitin Tólfan hlýtur jafnréttisverðlaun KSÍ að þessu sinni. Tólfan er búin að festa sig í sessi sem ein af bestu stuðningssveitum heims en UEFA, FIFA og fleiri hafa tilnefnt Tólfuna til verðlauna fyrir magnaðan stuðning við landsliðin. Tólfan byrjaði sem fámennur félagsskapur sem hefur vaxið og dafnað og hefur nú innan sinna raða þúsundir stuðningsmanna. Tólfan mætir jafnt á leiki karla og kvennalandsliða og hefur magnaður stuðningur úr stúkunni skilað sér margfalt til leikmanna og á Tólfan stóran þátt í velgengni landsliðanna. “
Fjölmiðlar Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Sjá meira