Þúsundir ferðamanna sátu eftir vegna veðurs Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Bílastæðið hjá Iceland Excursions var fullt af rútum fyrri hluta dags í gær, þar sem engar ferðir voru farnar út á land. vísir/ernir Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ferðaþjónusta Þúsundir ferðamanna sem áttu pantaðar skoðunarferðir með íslenskum rútubílafyrirtækjum þurftu að breyta áætlunum sínum í gær vegna ofsaveðurs. Öllum dagsferðum hjá Kynnisferðum var aflýst. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum fyrirtækisins áttu 500 manns bókað far í ferðir.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine.vísir/eyþórÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri GrayLine ferðaþjónustufyrirtækisins, segir að á þriðja þúsund manns hafi átt bókað far hjá þeim í gær í ferð um Gullna hringinn, á suðurströndina, í Borgarfjörðinn, Bláa lónið og í hellaferðir. Óveðrið hafi haft áhrif á þetta allt. Stór hluti ferðamannanna geti bókað í aðrar ferðir á næstu dögum og býst Þórdís Lóa við að þeir muni þiggja það. „Við erum alvön þessu og þetta er partur af vetrarferðamennsku á Íslandi. Það þarf að fella niður ferðir út af veðrum og færa til milli daga. Það er líka algengt í norðurljósaferðum að það þurfi að færa milli daga,“ segir hún. Hún bætir þó við að gærdagurinn hafi verið óvenjuslæmur. „Og ef ég man rétt þá kom einn slíkur dagur líka í desember,“ segir hún. Þórdís Lóa segir að ferðamenn bregðist langoftast við svona aðstæðum með skilningi. Enda sé fyrirtækið með ákveðnar öryggis- og viðbragðsáætlanir sem settar hafi verið upp í samstarfi við aðila sem þekkja slík öryggisatriði vel. „Við erum ekki að stefna neinum í hættu og pössum vel upp á öryggismál hjá okkur.“ Aftakaveðrið á suðvesturhorni landsins í gær olli nokkru tjóni. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru slökkviliðsmenn í þrettán útköll á dælubílum. Samkvæmt upplýsingum frá Óttari Karlssyni innivarðstjóra þurfti að bregðast við byggingakrönum sem voru við að fjúka um koll, járn fauk af þökum og strætóskýli skemmdust. Þá voru um 120 björgunarsveitarmenn kallaðir út á suðvesturhorninu, langflestir í Reykjavik. Veðrið á landinu næstu daga verður talsvert hægara en það var í gær. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að í dag verði hvasst fyrir austan og talsverð rigning á Suðausturlandi. Á morgun lægir svo fyrir austan og hitastigið verður nálægt frostmarki vestan til. Óli Þór býst við áhugaverðu veðri um helgina þegar skellur á hvöss suðvestanátt. Þá gæti slegið í storm um landið norðvestanvert. Þessu fylgja mikil hlýindi og þó einna mest á Austurlandi. „Þar gætum við farið að sjá hitatölur sem maður sér ekki oft í febrúar,“ segir Óli Þór. Íbúar á Austfjörðum geti séð þessar háu hitatölur en í höfuðborginni verður rigning og suddi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira