Helgi Jóhannsson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2017 12:45 Helgi Jóhannsson var framkvæmdastjóri Samvinnuferða á árunum 1984 til 2000. Mynd/Stöð 2. Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Helgi Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samvinnuferða, er látinn, 65 ára að aldri, eftir erfið veikindi. Helgi var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambands Íslands þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar og unnu Bermúdaskálina árið 1991. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins í nóvember síðastliðinn þegar þess var minnst að aldarfjórðungur var frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði þá í ávarpi að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Úr hófi Bridgesambands Íslands í nóvember þegar Helgi var sæmdur gullmerki sambandsins.Stöð 2/Einar Árnason. Í viðtali á Stöð 2 af því tilefni komu Helgi og eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, fram og lýstu því hvernig MND-sjúkdómurinn olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar en Helgi var bundinn hjólastól og öndunarvél síðustu æviár sín. Fylgst var með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáði sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Meðan á myndatöku stóð nýtti Helgi skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Helgi lést á heimili sínu á mánudagskvöld. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og sex barnabörn. Hér í spilaranum að neðan má sjá þáttinn með Helga í hópi spilafélaganna en þar var nánar fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Andlát Tengdar fréttir Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Helgi Jóhannsson sem áður stýrði Samvinnuferðum tekst á við erfiðan sjúkdóm eins og hann sé í heimsmeistarakeppni í bridds. 29. nóvember 2016 20:00