Innlent

75 prósent fjölgun ferðamanna í janúar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vinsældir Íslands sem áfangastaður ferðamanna ætlar engan endi að taka.
Vinsældir Íslands sem áfangastaður ferðamanna ætlar engan endi að taka. Vísir/GVA
Tæplega 136 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 75,3 prósent milli ára.

Aldrei hefur mælst jafn mikil aukning í janúar milli ára frá því Ferðamálastofa hóf talningar á Keflavíkurflugvelli. Mest var aukningin árið 2013 þegar ferðamönnum fjölgaði um 40,1 prósent milli ára.

Fjölgun ferðamanna í janúarMynd/Ferðamálastofa.
Bretar og Bandaríkjamenn voru um helmingur þeirra ferðamanna sem komu í janíar en Bretar voru 28,2 prósent og Bandaríkjamenn 22,8 prósent af heildarfjölda.

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í janúar eða um 16.581 og voru þeir ríflega tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um 10.836 í janúar sem er 39,4 prósent aukning frá því í fyrra.

Fjöldi ferðamanna hefur nærri fjórfaldast í janúar á fimm ára tímabili. Þannig hefur fjöldi N-Ameríkana sem hingað koma nærri sjöfaldast, Bretar nærri fjórfaldast, Mið- og S-Evrópubúar meira en þrefaldast og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað nærri fimmfaldast.

Fjölgun ferðamanna í janúar eftir markaðssvæðumMynd/Ferðamálastofa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×